fbpx
Fimmtudagur 02.október 2025
Pressan

Opnar sig um samtalið sem hún átti við alræmdan frænda sinn eftir að hann var sakaður um kynferðisbrot

Pressan
Fimmtudaginn 2. október 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Amy Duggar ræddi við People um samtal sem hún hefur aldrei sagt frá áður. Samtalið þar sem hún gerði frænda sinn, hinn alræmda Josh Duggar, ábyrgan fyrir að misnota fjölskyldumeðlimi. Josh afplánar nú tæplega 13 ára fangelsisdóm fyrir að hafa barnaníðsefni í vörslum sínum, en hann hefur líka verið sakaður um misnotkun. Árið 2015 bárust ásakanir um að hann hefði misnotað fimm stúlkur, þar af tvær ólögráða systur sínar. Josh gekkst við misnotkuninni en var aldrei ákærður.

Amy segir að þegar ásakanirnar komu fram hafi hún talað við frænda sinn og spurt hann hreint út hvers vegna hann hafi aldrei reynt að misnota hana. Svarið sem hún fékk var ógnvekjandi. Josh sagðist hafa vitað betur en að reyna slíkt við hana, en Amy er tveimur árum eldri en hann. Síðan brosti hann. „Þetta var óhugnanlegasta bros sem ég hef séð,“ segir Amy en hún áttaði sig þarna á því að hún þekkti frænda sinn ekki neitt.

Amy opnar sig um ásakanirnar gegn Josh og lífið í Duggar-fjölskyldunni í ævisögu sinni, Holy Disruptor. Duggar-fjölskyldan varð fræg í Bandaríkjunum þegar raunveruleikaþættirnir 19 Kids and Coutning hófu göngu sína árið 2008. Þættirnir fjölluðu um hjónin Jim og Michelle Duggar og börnin þeirra 19. Þættirnir fjölluðu um daglegt líf fjölskyldunnar, þar sem allir voru strangtrúaðir baptistar, og snerist líf fjölskyldunnar gjarnan um gildi á borð við hreinleika, hógværð og guð. Því varð það mikið hneyksli þegar lögregluskýrsla frá árinu 2006 var opinberum þar sem fram kom að Josh Duggar hafði verið sakaður um ítrekuð kynferðisbrot á unglingsaldri, þar með gegn fjórum systrum sínum. Seinna gerðist hann uppvís að því að hafa gróft barnaníðsefni í fórum sínum, þar með talið hrottalegt efni sem sýndi ofbeldi gegn þolendum sem sumir voru kornungir, jafnvel aðeins 18 mánaða gamlir.

Amy segir í viðtalinu að hún sýni Josh smá mildi í ævisögu sinni. Bara smá. Hann hafi þurft aðstoð sem hann hafi ekki fengið frá strangtrúuðum foreldrum sínum sem lokuðu eyrum og augum fyrir vandamálum. Hann hafi þurft sálfræðiaðstoð en það stóð honum ekki til boða. Þess í stað var vandamálum og öllu óþægilegu sópað undir teppið. Amy hefur þó áður tekið fram að hún telur að það sé of seint fyrir frænda hennar að betra sig. Barnagirnd sé röskun sem sé ólæknandi. Sjálfur á Josh sjö börn.

Duggar-fjölskyldan var einnig viðfangsefni í heimildarþáttunum Shiny Happy People hjá Prime þar sem farið er yfir trú þeirra og henni líkt við sérstrúarsöfnuð sem innrætir í meðlima sína feðraveldi, kvenfyrirlitningu og vantraust gegn opinberu menntakerfi.

Amy ólst upp í mikilli nálægð við Josh og systkini hans og segir að hneykslið hafi verið gífurlegt áfall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði í sjónvarpsviðtali að hafa drepið foreldra sína

Játaði í sjónvarpsviðtali að hafa drepið foreldra sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vegfarendur fundu nýfætt barn í pappakassa

Vegfarendur fundu nýfætt barn í pappakassa
Pressan
Fyrir 1 viku

„Konan í bleiku“ – Interpol hefur loks borið kennsl á hana

„Konan í bleiku“ – Interpol hefur loks borið kennsl á hana
Pressan
Fyrir 1 viku

Fjórtán ára stúlka lést eftir að hafa farið í brjóstastækkun – Pabbi hennar krefst rannsóknar

Fjórtán ára stúlka lést eftir að hafa farið í brjóstastækkun – Pabbi hennar krefst rannsóknar