fbpx
Fimmtudagur 02.október 2025
Fókus

Það sem þú vissir ekki um Ozempic-píkuna – Vandamálin ekki bara útlitsleg

Fókus
Fimmtudaginn 2. október 2025 10:23

Terry og Heather Dubrow.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lýtalæknirinn Terry Dubrow og eiginkona hans Heather Dubrow segja að „Ozempic píkan“ sé svo sannarlega raunveruleg.

Hjónin eru bæði þekktar raunveruleikastjörnur. Terry Dubrow sló í gegn í þáttunum The Swan á sínum tíma og síðar í Botched. Heather er ein af húsfreyjunum í The Real Housewives of Orange County.

Þau halda saman úti hlaðvarpinu Between Us og í nýjasta þættinum sögðust þau hafa fengið skammir frá krökkunum sínum fjórum fyrir að tala um „óviðeigandi málefni.“

„Við tölum um mjög persónulega hluti, kannski aðeins of persónulega,“ sagði Terry.

„Þau eru ekki hrifin af því þegar við tölum um Ozempic píku,“ sagði Heather.

Terry sagði þetta alvöru aukaverkun sem hefur áhrif á margar konur.

„Þegar þú ert með minni fitu þá ertu með minna estrógen, og þegar þú ert með minna estrógen þá hefurðu kannski minni rakamyndun í leggöngunum og meiri þurrk, þau geta verið viðkvæmari fyrir ertingu og alls konar önnur vandamál,“ sagði Terry.

Sjá einnig: Missti 19 kíló en fékk „Ozempic-píku“ – Fann lausnina og kynlífið blómstrar

Hingað til hefur aðallega verið rætt um „Ozempic-píkuna“ sem útlitslega aukaverkun.

„Það eru sífellt fleiri frásagnir að heyrast um hvernig hratt þyngdartap með Ozempic geti leitt til breytinga á kynfærasvæði kvenna, meðal annars varðandi slappleika,“ sagði Amanda Bradshaw, sérfræðingur í PRP- og stofnfrumumeðferðum, í sumar.

„Svona dramatískt þyngdartap hefur ekki bara áhrif á andlit eða líkamann, heldur ytri kynfæri og leggöngin sjálf. Fitupúðar sem veita stuðning við leggöngin geta minnkað, sem leiðir til minni teygjanleika og hugsanlega öðruvísi tilfinningar við kynlíf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigríði var sagt upp sem flugfreyju og segist hafa verið svikin af samstarfskonum – „Ég hef ekki heyrt frá þeim síðan“

Sigríði var sagt upp sem flugfreyju og segist hafa verið svikin af samstarfskonum – „Ég hef ekki heyrt frá þeim síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það eru tökurnar sem skipta máli“

„Það eru tökurnar sem skipta máli“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bandarísk kona segist hafa verið blekkt á Íslandi

Bandarísk kona segist hafa verið blekkt á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sunneva í sjokki – Svona sér unnustinn hana

Sunneva í sjokki – Svona sér unnustinn hana