fbpx
Fimmtudagur 02.október 2025
Fókus

Guðrún: „Læknarnir voru búnir að greina mig með ímyndunarveiki“

Fókus
Fimmtudaginn 2. október 2025 09:39

Guðrún Bergmann Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Bergmann lífsstílsráðgjafi og rithöfundur segist hafa verið greind með ímyndunarveiki þegar hún fékk magasár sem barn eftir kynferðislega misnotkun. Guðrún, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir sérfræðiþekkingu hennar í heilsu hafa byrjað eftir að hún þurfti í áraraðir að gerast sérfræðingur í eigin heilsu.

„Það er ástæða fyrir því að ég legg mikið upp úr góðri meltingu og trúi því að meltingin og magaflóran hafi áhrif á allt sem snýr að heilsu. Ég fékk magasár þegar ég var bara 10 ára gömul og átti í miklu basli með mína eigin meltingu í mörg mörg ár. Læknarnir voru búnir að greina mig með ímyndunarveiki út af öllum einkennunum. Á þessum tíma var ekki horft mjög heildrænt á heilsu. En ég var búin að horfa á fólk í kringum mig taka mikið af lyfjum og vissi að það væri ekki sú leið sem ég vildi fara. En þetta voru mjög þrálát einkenni og ég var til dæmis alltaf með sýkingar og meltingin í ólagi. Það var ekki fyrr en síðar að ég gerði þá tengingu að misnotkun sem ég varð fyrir sem barn hafi spilað inn í. Ég sé núna að það setti líkamann úr jafnvægi og bjó til kvíða og önnur vandamál. Ég var að basla við alls konar vandræði í taugakerfinu og líkamanum í fleiri fleiri ár. Þannig að eins og hjá mörgum öðrum byrjaði mín vegferð í heilsu vegna þess að ég varð að finna leiðir til að laga sjálfa mig. Það þýddi að ég varð að gerast sérfræðingur í eigin heilsu.“

„Áreitið er orðið svo það mikið“

Guðrún hefur á löngum ferli skrifað tuttugu bækur og haldið mikinn fjölda námskeiða, þar sem hún tekur fólk í gegnum hreinsun á fæði til þess að losa bólgur og hjálpa líkamanum að komast í það ástand að geta lagað sig.

„Það er alltaf jafn gaman að sjá hvað fólk finnur miklar breytingar á þeim þremur vikum sem það hreinsar fæðið. Eftir þessar vikur hefur fólk svo tækifæri á að velja upp á nýtt, þar sem kerfið er búið að hreinsa sig. Við lifum á tímum þar sem hefur aldrei verið meira af aukaefnum í mat og flestir eru í streitu og hraðinn á öllu orðinn mikill, þannig að það er nauðsynlegt að gefa líkamanum tækifæri á að laga sig reglulega. Eftir allt það sem ég hef séð í gegnum tíðina er mér orðið augljóst að eitt af því fyrsta sem flestir þurfa að gera er að læra að elska sjálfa sig. Það kenndi okkur það enginn og þess vegna höfum við flest verið að gefa af hálftómum tanki í langan tíma. Nú eru komnir tímar þar sem það hefur aldrei verið mikilvægara að hlúa vel að eigin heilsu. Áreitið er orðið svo það mikið, neyslan og hraðinn. Við þurfum á því að halda að kyrra hugann reglulega, gefa okkur tíma fyrir okkur sjálf, hlúa að okkur og huga að því hvernig við sofum og borðum.”

„Það eru mjög órólegir tímar í heiminum“

Guðrún hefur í gegnum árin ekkin hikstað við að viðra skoðanir sem ganga gegn meginstraumnum og segir mikilvægt að fólk hafi hugrekki til að segja sinn sannleika.

„Fólk verður að fá að velja sína eigin leið í þessu lífi og það er ekki rétt að pína fólk inn í fylkingar eða neyða það til að hafa tiltekna skoðun. Það hefur aldrei verið mikilvægara að velja í meðvitund heldur en núna, af því að það er á okkur þrýstingur úr öllum áttum. Það eru mjög órólegir tímar í heiminum og stjórnvöld eru að grípa inn í líf fólks á mjög mörgum sviðum, meðal annars varðandi heilsu og hver og einn verður að reyna að finna innra með sér hvað er rétt og hvað ekki,” segir Guðrún, sem telur að við lifum á mjög sérstökum tímum, þar sem aldrei hafi verið mikilvægara að leita inn á við:

„Við getum ekki lengur bara lokað augum og eyrum og látið eins og ekkert sé. Eins og ég sé það erum við að fara í gegnum framþróun og uppfærslu sem líkamar í þessu lífi. Ég geri mér grein fyrir því að margir hrista hausinn þegar maður talar með þessum hætti, en ég hef í áraraðir talað um hluti löngu áður en þeir voru samþykktir í almennri umræðu. Til dæmis sjálfbær samfélög, yoga, hugleiðslu og meðvirkni. Ég var að tala um þessa hluti löngu áður en það þótti eðlilegt og var samþykkt. Við erum andleg vera í efnislegum líkama. Það er andinn sem fer þegar fólk deyr, ekki líkaminn. Hann verður eftir.”

„Við erum svo hrædd við breytingar“

Í þættinum talar Guðrún um það hvernig kerfin séu á ákveðin hátt hætt að virka, þó að fólk sé að borga háa skatta. En þrátt fyrir það haldi fólk áfram að kjósa sömu flokkana, af því að mannlegt eðli sé að sækja í það sem maður þekkir.

„Við erum svo hrædd við breytingar. Það er þetta gamla góða: „Þetta hefur nú alltaf bara verið svona“, sem hefur oft loðað við Íslendinga. Það gerir það að verkum að það breytist ekki mikið hérna. En staðan er sú að grunnþjónustan í samfélaginu er í mörgum tilvikum hætt að virka, en samt er hið opinbera alltaf að taka til sín meiri og meiri pening frá fólkinu. Fólk verður að skilja að á endanum er ekki til neitt öryggi nema bara innra með okkur og á einhverjum punkti er það ákvörðun að vera hugrakkur og þora að fara nýjar leiðir. Það er mjög auðvelt að stjórna óttaslegnu fólki sem heldur að stjórnmálamenn veiti þeim öryggi. Í mörgum löndum í heiminum eru að gerast áhugaverðir hlutir núna, þar sem það eru að verða miklar breytingar, af því að fólk hefur fengið nóg af því gamla. Við í Evrópu verðum á eftir ef við ætlum að halda áfram að láta stjórna okkur í ótta.”

Hægt er að nálgast viðtalið við Guðrúnu og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigríði var sagt upp sem flugfreyju og segist hafa verið svikin af samstarfskonum – „Ég hef ekki heyrt frá þeim síðan“

Sigríði var sagt upp sem flugfreyju og segist hafa verið svikin af samstarfskonum – „Ég hef ekki heyrt frá þeim síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það eru tökurnar sem skipta máli“

„Það eru tökurnar sem skipta máli“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bandarísk kona segist hafa verið blekkt á Íslandi

Bandarísk kona segist hafa verið blekkt á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sunneva í sjokki – Svona sér unnustinn hana

Sunneva í sjokki – Svona sér unnustinn hana