Jurgen Klopp er kominn í umræðuna um mögulega arftaka Laurent Blanc hjá Al-Ittihad. Þetta kemur fram í miðlum í Sádi-Arabíu.
Franska goðsögnin gerði Al-Ittihad að meistara í vor. Hefur þó illa gengið í upphafi þessarar leiktíðar og var hann látinn fara um helgina.
Klopp tók að sér starf hjá Red Bull samsteypunni eftir að hann hætti með Liverpool eftir næstum áratug þar en er hann nú orðaður við endurkomu á hliðarlínuna.
Al-Ittiahad er með menn eins og Karim Benzema, N’Golo Kante og Moussa Diaby innanborðs og verkefnið gæti heillað hann.