Starf Enzo Maresca, stjóra Chelea, er ekki í hættu þrátt fyrir dapurt gengi á leiktíðinni. Chelsea hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur leikjum.
Chelsea er í áttunda sæti með aðeins átta stig eftir sex leiki en Telegraph segir stjórnina alfarið á bak við Maresca. Markmiðið er að ná Meistaradeildarsæti aftur í vor og er enn bjartsýni á að það náist.
Maresca gerði vel sinni fyrstu leiktíð með Chelsea, vann Sambandsdeildina og kom liðinu í Meistaradeildina á ný. Hefur hann því unnið sér inn gott traust.
Chelsea tekur á móti Benfica í Meistaradeildinni á morgun. Jose Mourinho er auðvitað stjóri portúgalska liðsins.