fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Segir augljóst að Pútín sé undirbúa innrás í annað Evrópuland

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. september 2025 07:00

Vladimir Pútín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé að undirbúa innrás í annað Evrópuríki. Hann segir engum efa undirorpið að Rússar beri ábyrgð á þeim drónum sem til dæmis hafa sést í lofthelgi Dana undanfarna daga.

Þetta sagði Selenskí í ræðu eftir fund með Donald Trump Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York um helgina. Hann segir að Rússar séu að undirbúa stærra stríð.

„Pútín mun ekki bíða eftir að ljúka stríðinu í Úkraínu. Hann mun hefja nýtt stríð en enginn veit hvar. Þetta er það sem hann vill,“ sagði hann.

Selenskí sagði að yfirvöld í Kreml væru vísvitandi að kanna getu Evrópu til að verja lofthelgi sína, eftir að drónar höfðu sést í Danmörku, Póllandi og Rúmeníu, auk þess sem rússneskar orrustuþotur hefðu brotið gegn lofthelgi Eistlands.

Fleiri drónar sáust svo á föstudagskvöld yfir danskri herstöð og á laugardag yfir norskri herstöð. Selenskí sagði að ESB ætti í erfiðleikum með að bregðast við þessari „nýju og hættulegu“ ógn. Sagði hann einnig að fulltrúar nokkurra ónefndra ríkja væru væntanlegir til Úkraínu til að fá „hagnýta þjálfun“ í hvernig á að verjast loftárásum Rússa. „Við erum tilbúin að deila reynslu okkar,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn er fundinn

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“