Nöfn þeirra Elon Musk og Andrew Bretaprins er að finna í nýbirtum skammti af hinum svokölluðu Epstein-skjölum, sem eru gagnasafn um kynferðisbrotamanninn Jeffrey Epstein, sem lét lífið fyrir eigin hendi er hann sat í varðhaldi og beið réttarhalda í máli sínu.
Það vakti mikla athygli þegar auðkýfingurinn Elon Musk hélt því fram í færslum á samfélagsmiðlinum X síðasta sumar að nafn Trump Bandaríkjaforseta væri að finna í skjölunum og ríkisstjórnin væri að reyna að halda því leyndu. Elon Musk eyddi síðan færslunum en hann kom ekki fram með nein gögn til stuðnings þessum fullyrðingum.
Núna kemur í ljós að nafn Musk er að finna í dagbók Epsteins. Sá minnispunktur gefur til kynna að Musk kunni að hafa heimsókn einkaeyju Epstein í desember árið 2014, sex árum eftir að Epstein fór á lista yfir kynferðisbrotamenn.
Athugasemdin í dagbók Epstein er eftirfarandi í lauslegri þýðingu: „Áminning. Elos Musk til eyjarinnar 6. des (er þetta enn að fara að gerast?)“ eða „Reminder: Elon Musk to island Dec.6 (is this still happening?)“
Talið er að brotið hafi verið gegn fjölmörgum unglingsstúlkum kynferðislega á áðurnefndri einkaeyju Epstein.
Nafn Andrew Bretaprins kemur einnig fyrir í skjölunum og er hann þar nefndu sem farþegi í einkaþotu Epstein árið 2000, en flogið var frá New Jersey til Palm Beach.
Sjá nánar á Skynews.