fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Segir Vesturlönd aldrei hafa verið veikari í augum Rússa

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. september 2025 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það veit enginn hvað er í spilunum, hvað er á borðinu, hvað er mögulegt. Það að útiloka eitthvað, jafnvel furðulegustu atvik, getur maður eiginlega ekki lengur,“ segir Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands. Jón var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun um vendingar síðustu daga, sem varða dularfullt drónaflug yfir flugvöllum í Danmörku og flug rússneskra flugvéla inn í lofthelgi annarra landa, t.d. Póllands.

Jón les þannig í spil Rússa að þeir séu að kanna viðbrögð Vesturlanda. „Það sem hefur verið að gerast síðustu vikur er þessi svona vaxandi áreitni, sem þeir auðvitað neita algjörlega að standa á bak við. Og það sem virðist, þegar horft er á það heila, vera svona eitthvað verið að prófa sig áfram.“

Segir Jón að niðurstaðan sem Rússar fái sé líklega sú að Vesturlönd hafi aldrei staðið veikari. Þar spilar inn í afstaða Trump Bandaríkjaforseta sem segi eitt í dag og annað á morgun og lítið virðist að marka yfirlýsingar hans. Furðu vöktu í vikunni þau umskipti Trump í afstöðu til Úkraínustríðsins að hann telji núna að Úkraína geti unnið stríðið. Jón segir:

„Og svo náttúrulega kemur þessi furðulega kúvending Trumps þarna í fyrradag sem er ekki tekin mjög alvarlega í Rússlandi. Þannig að ég held að að að svona miðað við orðræðuna sem maður sér þeim megin er útreikningurinn einfaldlega sá að Vesturlönd hafi aldrei verið veikari en núna. Það er forseti í Hvíta húsinu sem segir eitt í dag og annað á morgun. Yfirlýsingarnar geta verið mjög harðar eða einhvern veginn út í hött.“

Jón segir að engan hafi órað fyrir því að Rússar væri tilbúnir að leggja allt í Úkraínustríðið eins og raun ber vitni. Komin sé af stað atburðarás sem erfitt sé að stöðva:

„Það er komin af stað ákveðin atburðarás og ákveðin þróun sem erfitt er að stoppa. Rússar eru að byggja upp sína hernaðarlegu innviði og sitt vopnabúr af gríðarlegum krafti. Allt efnahagslíf Rússlands fer í þetta. Og það þýðir að Evrópa verður á einhvern hátt að bregðast við og er að gera það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“