fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
Fréttir

Sema blandar sér inn í mál Snorra og Þorsteins – Birtir gamalt skjáskot af þingmanninum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 25. september 2025 10:00

Þorsteinn V., Sema Erla og Snorri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sema Erla Serdar, stjórnmálafræðingur og formaður Solaris, tjáir sig um gagnrýni þingmannsins Snorra Mássonar á kynjafræðinginn Þorstein V. Einarsson, en þeim fyrrnefnda fannst nemendur Þorsteins, sem starfar sem kennari við MK, ekki eiga að þurfa að hlusta á hann þar sem hann tók Snorra og umdeildu skoðanir hans fyrir í kennslustund.

Sjá einnig: Snorri segir nemendur Þorsteins ekki eiga að þurfa að hlusta á hann – „Steini V. á launum hjá ríkinu að tala um mig“

Semu finnst skrýtið að Snorri, sem er meðal þeirra valdamestu í íslensku samfélagi, taki opinberlega fyrir almennan borgara í pólitískum tilgangi. Hún skrifaði um málið á Facebook:

„Þeir einstaklingar sem sitja á Alþingi eru á meðal þeirra valdamestu í íslensku samfélagi. Það er fylgst vel með öllu sem þeir segja og gera, framkomu þeirra, hegðun og samskiptum við almenning.

Orðum þeirra fylgir mikil ábyrgð þar sem þau bera mikið vægi og eru mótandi fyrir samfélagsumræðuna. Það er því mjög eðlilegt að það sé rýnt í orðræðu þeirra og hún greind frá hinum ýmsu sjónarhornum og verði að viðfangsefni í opinberri umræðu sem og margvíslegri kennslu. Fjöldi rannsókna og fræðigreina fjalla um orðræðu stjórnmálafólks og flokka og áhrif hennar á einstaklinga, hópa og samfélag til styttri og lengri tíma.“

„Ítrekað gerst sekt um að níðast á almennum borgurum“

„Það sem hefur hins vegar (sem betur fer) tíðkast minna, að minnsta kosti hingað til, er að einstaklingar sem sitja á Alþingi geri óbreytta borgara að viðfangsefni sínu í pólitískum tilgangi vegna þess gríðarlega valdaójafnvægis sem verður til í slíkum aðstæðum,“ segir Sema og bætir við:

„Því miður eru vísbendingar um að sú óskrifaða regla sé á undanhaldi, að minnsta kosti hjá sumu stjórnmálafólki, sem hefur nú ítrekað gerst sekt um að níðast á almennum borgurum til þess að koma málstað sínum á framfæri, meðal annars með birtingu á myndböndum og myndbandsupptökum af fólki á samfélagsmiðlum, án þeirra samþykkis. Við vitum öll hvernig slík umræða þróast.“

Sema segir að „slík hegðun af hálfu valdhafa er aumkunarverð og með öllu óásættanleg.

„Ég vil ganga svo langt að segja að slíkt sé misnotkun á valdi. Ein af undirstöðum lýðræðisins er þátttaka í opinberri umræðu og árásir valdhafa á fólk sem er í misgóðri stöðu með að verja sig gagnvart slíku, hefur kælandi áhrif á þátttöku í samfélagslegri umræðu, ýtir undir áreiti og getur verið ógnandi,“ segir hún.

„Ef málstaður stjórnmalafólks er svo slæmur að þeir þurfi að beina kastljósi sínu að óbreyttum borgurum er mögulega kominn tími á smá sjálfsrýni.“

Sema gagnrýnir fjölmiðla fyrir að taka þátt í að „breiða út tilraunir valdhafa til að þagga niður gagnrýni og umræðu um orðræðu þeirra“ og segist frekar myndi vilja sjá umfjöllun þar sem Snorri væri spurður um „rosalegan viðsnúning hans í garð jafnréttismenntunar fyrir ungt fólk.“

Hún birti skjáskot af Twitter-færslu Snorra frá árinu 2017, þar sem hann sagðist vilja að kynjafræði yrði kennd í grunnskólum.

Myndin sem Sema birti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leyniskytta skaut að minnsta kosti þrjá til bana í Dallas

Leyniskytta skaut að minnsta kosti þrjá til bana í Dallas
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“
Fréttir
Í gær

Lá í blóði sínu á hjólastíg og hjálmurinn mölbrotinn – „Hættulegustu farartækin í umferðinni“

Lá í blóði sínu á hjólastíg og hjálmurinn mölbrotinn – „Hættulegustu farartækin í umferðinni“
Fréttir
Í gær

Líkur á eldingaveðri á sunnanverðu landinu í dag

Líkur á eldingaveðri á sunnanverðu landinu í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þungur dómur féll í héraðsdómi í bíræfnu smyglmáli

Þungur dómur féll í héraðsdómi í bíræfnu smyglmáli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli ungu grænlensku móðurinnar – „Hjarta mitt er heilt á ný“

Vendingar í máli ungu grænlensku móðurinnar – „Hjarta mitt er heilt á ný“