fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
Fréttir

Drónar valda áfram usla í Danmörku: Flugvellinum í Álaborg lokað – „Ógn sem er komin til að vera“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. september 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Truflanir urðu á flugumferð í Danmörku í annað skiptið í þessari viku í nótt þegar stærðarinnar drónar sáust á sveimi yfir fjórum flugvöllum. Óvíst er hver var að verki en ljóst þykir að ekki var um neina áhugamenn að ræða.

Mest varð truflunin á flugvellinum í Álaborg og var honum lokað um tíma eftir að drónanna varð vart. Drónarnir höfðu einnig áhrif á þrjá minni flugvelli; í Esbjerg, Sønderborg og Skrydstrup en ekki kom til þess að loka þyrfti þeim.

Mikil röskun varð á flugi til og frá Kaupmannahöfn fyrr í vikunni þar sem tveir til þrír stórir drónar sáust á flugi við flugvöllinn. Var vellinum lokað í fjórar klukkustundir og hafði röskunin áhrif á þúsundir farþega.

Peter Hummelgaard, dómsmálaráðherra Danmerkur, sagði á blaðamannafundi í morgun að yfirvöld væru á fullu að rannsaka málið. Ekki sé hægt að útiloka neitt, en enn sem komið er væri ekki hægt að fullyrða neitt um hugsanlega aðkomu Rússa. Segir hann að truflun af þessu tagi sé „komin til að vera“ í Danmörku.

Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra landsins, sagði á fundinum að „fagmenn“ væru að verki og að um kerfisbundna árás væri að ræða.

„Það er ekki hægt að efast um að allt bendir til þess að þetta sé verk fagmanna þegar við erum að tala um svo kerfisbundna aðgerð á svo mörgum stöðum nánast á sama tíma,“ segir hann.

Bætti hann við að danski herinn hefði getu til að skjóta drónana niður en að svo stöddu væri ekki talin þörf á því þar sem ekki um beina hernaðarlega ógn væri að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Telja að Rússar hafi gert GPS-árás á flugvél spænska varnarmálaráðherrans

Telja að Rússar hafi gert GPS-árás á flugvél spænska varnarmálaráðherrans
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hefur áhyggjur af hallarekstri Hafnarfjarðarbæjar – „Getur ekki gengið til lengdar“

Hefur áhyggjur af hallarekstri Hafnarfjarðarbæjar – „Getur ekki gengið til lengdar“
Fréttir
Í gær

Eldri borgarar fagna tillögu Kolbrúnar um gildistíma ökuskírteina – „Löngu tímabært“

Eldri borgarar fagna tillögu Kolbrúnar um gildistíma ökuskírteina – „Löngu tímabært“
Fréttir
Í gær

Snorri segir nemendur Þorsteins ekki eiga að þurfa að hlusta á hann – „Steini V. á launum hjá ríkinu að tala um mig“

Snorri segir nemendur Þorsteins ekki eiga að þurfa að hlusta á hann – „Steini V. á launum hjá ríkinu að tala um mig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegar tölur um ofbeldi barna: „Það vantar úrræði,“ segir umboðsmaður barna

Óhugnanlegar tölur um ofbeldi barna: „Það vantar úrræði,“ segir umboðsmaður barna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttur á slysadeild eftir að grímuklæddir menn réðust á hann með höggum og spörkum

Fluttur á slysadeild eftir að grímuklæddir menn réðust á hann með höggum og spörkum