fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Segir ástandið hjá Inter Miami ömurlegt vegna Messi – Allir að hætta og pabbi hans stjórnar öllu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. september 2025 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mateusz Klich, fyrrverandi miðjumaður Leeds United, hefur varað leikmenn við því að ganga í raðir Inter Miami á meðan Lionel Messi sé þar og sparar ekki stóru orðin.

„Ég myndi ekki mæla með því að fara til Miami á meðan Messi er þarna. Þetta er algjört rugl,“ sagði Klich í viðtali við Foot Truck.

Klich, sem lék 82 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Leeds, hefur undanfarið leikið í MLS með liðum á borð við DC United og Atlanta United. Þar segist hann hafa upplifað alvarleg skipulagsvandamál innan Inter Miami.

„Fólk er að yfirgefa félagið, þjálfarar, sjúkraþjálfarar. Skipulagið er ömurlegt. Faðir Messi stjórnar í raun félaginu, ekkert gerist nema með samþykki þeirra. Allir tala spænsku, og völlurinn er 45-50 mínútur frá Miami.“

Lionel Messi gekk til liðs við Inter Miami árið 2023 eftir stórkostlegan feril hjá Barcelona og stutt stopp hjá PSG. Hann hefur skorað 64 mörk og lagt upp 31 í 76 leikjum fyrir liðið.

Þrátt fyrir það leggur Klich áherslu á að aðrir valkostir séu betri fyrir leikmenn sem íhuga að fara til Bandaríkjanna.

„Ég myndi frekar mæla með New York. Red Bull hefur betri leikvang núna og City er að byggja frábæran völl. Nashville er líka frábær staður. Portland og Seattle eru með stemningu en það er eins og að vera við endann á heiminum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift