fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Samfylking og Viðreisn gætu myndað tveggja flokka meirihluta samkvæmt nýrri könnun

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 24. september 2025 11:07

Heilt yfir eru litlar hreyfingar á fylginu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píratar bæta við sig fylgi en Viðreisn dalar í nýrri skoðanakönnun. Heilt yfir eru þó ekki miklar breytingar á milli mánaða.

Samfylkingin er áfram stærsti flokkur landsins og bætir við örlitlu fylgi á milli mánaða í könnunum Maskínu. Nú í september mælist flokkurinn með 31,9 prósenta fylgi sem er aukning um 0,3 prósent.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins er óbreytt í 18,6 prósentum sem og fylgi Flokks fólksins í 6,3 prósentum. Fylgi Viðreisnar dalar úr 16,1 prósenti í 14,3, Miðflokkur dalar úr 9,6 prósentum í 9,1, Framsóknarflokkur úr 6,5 í 6,3 og Vinstri Græn úr 4,2 í 4,1.

Píratar bæta mestu við sig á milli mánaða. Fara úr 4,5 prósent í 5,8 og Sósíalistaflokkur hækkar úr 2,6 prósentum í 3,5.

Yrðu þetta niðurstöður Alþingiskosninga gætu Samfylking og Viðreisn myndað tveggja flokka meirihluta, það er Samfylking með 22 þingsæti og Viðreisn með 10. Flokkur fólksins fengi 4 þingsæti.

Sjálfstæðisflokkur fengi 13 sæti, Miðflokkur 6 og Framsóknarflokkur 4 sæti. Þá kæmu Píratar aftur inn á þing með 4 sæti, og yrði í fyrsta skipti í sögunni sem flokkur kæmi aftur inn eftir að hafa þurrkast út í kosningum.

Um er að ræða niðurstöður tveggja kannana, sú fyrri gerð 4. til 9. september og sú seinni 15. til 19. september. 1.713 tóku þátt í könnunum samanlagt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast