fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
Fréttir

Móðir með kaupfíkn myrti fjölskyldu sína – Sagði það „glæp gegn mannkyni“ að fá ekki að eyða peningum

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 23. september 2025 20:00

Ryan og Emily Long fundust látin í ágúst. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk kona á fertugsaldri stal tugum milljóna króna af vinnuveitanda sínum áður en hún myrti fjölskyldu sína og framdi sjálfsvíg. Konan hafði viðurkennt að vera haldin alvarlegri kaupfíkn.

Í ágúst síðastliðnum átti sér stað hrikalegur harmleikur í bænum Madbury í New Hampshire fylki í Bandaríkjunum. Lögreglan fann ung hjón látin á heimili sínu, þau Emily og Ryan Long, sem og tvö af börnum þeirra, soninn Parker sem var átta ára og dótturina Ryan sem var sex ára. Þriðja barnið, sem var mjög ungt að aldri, fannst á lífi í húsinu.

„Þetta er áfall,“ sagði nágranninn Bevy Ketel við sjónvarpsstöðina WBZ-TV. Eftir því sem hún hafi best vitað hafi fjölskyldan verið fullkomin og faðirinn, sem var 48 ára, vel þekktur samfélagsstólpi í bænum sem starfaði sem skólasálfræðingur. „Það er svo sorglegt að hugsa til þess að þessi litla stelpa sé farin,“ sagði nágranninn harmi sleginn.

Fjölskylduharmleikur

Strax var talið að um fjölskylduharmleik væri að ræða en ekki að einhver utanaðkomandi hefði framið ódæðið. Talið var að þetta hefði verið bæði morð og sjálfsvíg en ekki var vitað hvort hjónanna hefði framið verknaðinn.

Síðar kom í ljós að það var Emily, 34 ára, sem hafði myrt eiginmann sinn og börnin tvö áður en hún beindi byssunni að sjálfri sér.

Ýmislegt kom í ljós við rannsókn málsins sem skýrir málið að einhverju leyti. Það er að Emily glímdi við geigvænlega kaupfíkn og var greinilega að missa tökin.

Illur fyrirboði

Málið nær aftur til ársins 2016 þegar Emily var grunuð um að hafa stolið 11 þúsund dollurum, eða um 1,3 milljón króna, frá þáverandi vinnuveitanda sínum í bænum Nantucket. Það mál var þó á endanum látið niður falla vegna þess að vinnuveitandinn hætti starfsemi.

Eins og segir í umfjöllun The Globe um málið þá viðurkenndi Emily Long strax þá að vera haldin kaupfíkn. Sagði hún meðal annars að það fá ekki að eyða pening eins og maður vildi væri „glæpur gegn mannkyni.“ Sagt var að Emily hefði sagt þetta í hálfkæringi en í ljósi þess sem á eftir fylgdi þá virkar þetta sem illur fyrirboði.

Heimily Long fjölskyldunnar í Madbury. Skjáskot/Youtube

Og það reyndist rétt. Kaupfíkn Emily minnkaði ekki þó að hún hefði næstum því verið gómuð og launin dugðu ekki fyrir öllu sem hún kom með heim.

Mætti ekki á fundinn

Seinna fékk hún vinnu á veitingastað og aftur byrjaði hún að stela. Eigandi veitingastaðarins, Derek Fisher að nafni, taldi að Emily hefði stolið um 660 þúsund dollurum á tveimur árum. Það eru rúmlega 80 milljónir króna.

„Hún verslaði mjög mikið,“ sagði Fisher við The Globe. „Ég kom aldrei inn á veitingastaðinn minn án þess að sjá pakka frá Amazon með nafninu hennar á. Það var greinilega eitthvað í gangi.“

Upp komst um þjófnaðinn en Fisher fór ekki til lögreglunnar strax. Hann vildi ræða við Emily um stöðuna og ætlaði að funda með henni þann 11. ágúst. Emily mætti hins vegar ekki á fundinn og hann sá hana ekki meir. Viku seinna bárust fréttir af því að fjölskyldan hefði fundist látin.

Eiginmaðurinn með heilaæxli

En getur kaupfíkn, skuldir og þjófnaður eitt og sér leitt til þess að þriggja barna móðir myrði fjölskyldu sína og sjálfa sig. Það er óvíst en vísbendingar eru um að líf Emily hafi verið að fara af hjörunum á fleiri sviðum.

Meðal annars greindist eiginmaður hennar Ryan með heilaæxli. Þetta var reynsla sem Emily sagði fjölmörgum fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum TikTok frá og virtist málið reyna verulega á hana.

Sökk í þunglyndi

Í sumum myndböndunum virtist hún eiga mjög bágt andlega og viðurkenndi hún að vera að sökkva í þunglyndi.

Þá greindi hún fylgjendum sínum einnig frá fjárhagsvanda sínum og sagðist vera að hugsa um að selja eigur sínar á samfélagsmiðlinum Facebook.

„Það er ekki hægt að stinga höfðinu í sandinn og vonast bara til að þetta hverfi allt saman,“ sagði Emily í myndbandsfærslu 7. ágúst, skömmu fyrir harmleikinn mikla.

Safnað fyrir þann yngsta

Safnað er fé fyrir yngsta soninn. Mynd/GoFundMe

Eins og segir í frétt People um málið þá lifði yngsta barnið, þriggja ára sonur, af og fannst alveg ómeiddur. Ekki er vitað hvers vegna lífi hans var þyrmt. Hins vegar hefur verið sett á fætur söfnun fyrir barnið á hópfjármögnunarsíðunni GoFundMe. Þegar þetta er skrifað hafa safnast 157 þúsund af 160 þúsunda dollara takmarki, eða tæplega 20 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skellt í lás hjá Sælunni Reykjavík – Mygla í ljósabekkjum og hatrammar deilur eigenda

Skellt í lás hjá Sælunni Reykjavík – Mygla í ljósabekkjum og hatrammar deilur eigenda
Fréttir
Í gær

Pólverjar að bætast í sniðgönguhópinn – „Að mínu mati ættum við ekki að taka þátt í Eurovision ef Ísrael fær að taka þátt“

Pólverjar að bætast í sniðgönguhópinn – „Að mínu mati ættum við ekki að taka þátt í Eurovision ef Ísrael fær að taka þátt“
Fréttir
Í gær

Grunur um íkveikju í Írabakka

Grunur um íkveikju í Írabakka
Fréttir
Í gær

Sighvatur og eiginkona hans borguðu 240 þúsund krónur fyrir bólusetningu hér á landi – Kostar ekkert á Kýpur

Sighvatur og eiginkona hans borguðu 240 þúsund krónur fyrir bólusetningu hér á landi – Kostar ekkert á Kýpur