Lupita útskýrir hvernig hún dreifir huganum þegar Carmen og Daniel eru innileg, kúra og stunda kynlíf, en hún sjálf skilgreinir sig sem eikynhneigða (e. asexual).
„Ég er með heyrnartól og síma, mér er alveg sama,“ sagði Lupita í samtali við People.
Hún sagðist líta meira á Daniel sem bróður. „Ég elska hann sem bróður, ekkert meira en það.“
Carmen sagði einnig að þau hjónin virða óskir Lupitu, eins og þegar henni líður óþægilega þegar Carmen og Daniel vilja eiga stund saman.
Carmen og Lupita eru með sitt hvort hjartað, lungu og maga, en deila sömu rifbeinum, blóðrásakerfi, meltingarkerfi og æxlunarfærum.
Hjónin ætla ekki að verða foreldrar. „Engin börn og hef aldrei langað í börn,“ sagði Daniel við People.
Carmen tók undir: „Ég hef aldrei séð fyrir mér að verða móðir.“