Erlendir glæpahópar nýti sér spilakassa hérlendis sem kerfisbundna leið til að þvætta fé. Þetta er fullyrt í frétt Nútímans og sagt að þess sé vel gætt í ferlinu að vekja ekki athygli eftirlitsaðila með of háum upphæðum.
„Glæpahóparnir mæta á staðina í hópum. Einn þeirra dreifir seðlum til hinna, sem fara hver í sína vél. Þeir spila fyrir lágmarksupphæð, missa yfirleitt aðeins nokkur hundruð eða þúsund krónur, en taka síðan út miðann með upphaflegri upphæð. Miðinn er síðan skannaður í Happinu [innsk. blm. app sem heldur utan um alla leiki Happdrætti Háskóla Íslands og greiðir meðal annars út vinninga] og vinningurinn greiddur beint inn á bankareikning viðkomandi – sem lögmætur „útborgun frá happdrætti“. Ef vinningur fer yfir 100.000 krónur, halda sumir áfram að spila þar til hann er kominn undir það viðmið. Aðrir taka áhættuna og skanna samt. Mynstrið er það sama: aldrei hærri fjárhæðir en sem virðast öruggar gagnvart eftirliti,máforrit sem heldur utan um alla leiki Happdrætti Háskóla Íslands,“ segir í umfjöllun Nútímans.
Með þessari aðferð sé illa fengnu fé komið inn í fjármálakerfið án þess að vekja sérstaka athygli. Lykilatriðið sé að halda upphæðunum lágum og þá viðvörunarbjöllur ekki hringja.