fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
Fréttir

Fluttur á slysadeild eftir að grímuklæddir menn réðust á hann með höggum og spörkum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. september 2025 07:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir eru vistaðir í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina, en alls voru 97 mál skráð í kerfum lögreglu á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti, var tilkynnt um sex grímuklædda menn sem réðust á einn með höggum og spörkum. Þolandi árásarinnar var fluttur á slysadeild til aðhlynningar og er málið í rannsókn.

Í sama umdæmi kom upp ágreiningur á milli aðila sem endaði þannig að annar þeirra mundaði hníf í átt að hinum áður en hann ók á brott á vespu. Loks skullu hjólreiðamaður og gangandi vegfarandi saman og var annar þeirra fluttur á slysadeild.

Í umdæmi lögreglustöðvar 1, sem sinnir meðal annars verkefnum í miðborginni, Vesturbænum og Hlíðunum, var tilkynnt um innbrot í heimahús þar sem ýmsum verðmætum var stolið. Málið er í rannsókn.

Þá var tilkynnt um árekstur og afstungu þar sem minni háttar slys urðu á fólki. Lögregla hefur upplýsingar um tjónvald og er málið í rannsókn. Loks voru fjórir einstaklingar kærðir fyrir rúðubrot en frekari upplýsingar um málið koma ekki fram í skeyti lögreglu.

Í umdæmi lögreglustöðvar 4, sem sinnir meðal annars Árbæ, Grafarvogi og Mosfellsbæ, var tilkynnt um umferðarslys þar sem tveir fólksbílar skullu saman. Þeir voru báðir dregnir af vettvangi og urðu minni háttar slys á fólki. Loks var tilkynnt um innbrot í verslun þar sem fjármunum var stolið úr sjóðvélum. Málið er í rannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mölvaði rúðu í lögreglubíl með hausnum

Mölvaði rúðu í lögreglubíl með hausnum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ný Airpods kosta 28-65% meira á Íslandi

Ný Airpods kosta 28-65% meira á Íslandi
Fréttir
Í gær

Ekkja Kirk boðaði fyrirgefningu en Trump var ekki á sama máli – „Ég hata andstæðinga mína“

Ekkja Kirk boðaði fyrirgefningu en Trump var ekki á sama máli – „Ég hata andstæðinga mína“
Fréttir
Í gær

Tveir starfsmenn með stöðu sakbornings vegna bruna á Stuðlum

Tveir starfsmenn með stöðu sakbornings vegna bruna á Stuðlum