fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
Fókus

Leikkonan fékk á baukinn – Sjáðu hvað hún gaf 16 ára dóttur sinni í afmælisgjöf

Fókus
Þriðjudaginn 23. september 2025 06:30

Sarah Michelle Gellar og eiginmaðurinn Freddie Prinz Jr. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Sarah Michelle Gellar hefur mátt þola töluverða gagnrýni eftir að hún sýndi frá því á Instagram hvað hún gaf 16 ára dóttur sinni í afmælisgjöf.

Sarah birti fallega færslu um helgina sem hún tileinkaði dóttur sinni, Charlotte, sem fagnaði 16 ára afmælinu sínu.

„Fyrir 16 árum í dag gerðir þú mig að móður […] Þú ert sterk, þú ert hvetjandi, þú ert góð, þú ert fyndin,“ sagði hún meðal annars og birti myndir af Charlotte frá því að hún var lítil.

„Það mikilvægasta er að þú ert einstök – sú besta af öllum. Ég er svo heppin að fá að kalla þig bestu vinkonu mína.”

Sarah deildi einnig myndum af afmælisgjöfinni, sem var glænýr svartur Jeep Wrangler með risastórri rauðri slaufu framan á. Slíkir bílar eru ekki ókeypis og kosta á annan tug milljóna króna. Fylgjendur leikkonunnar, sumir að minnsta kosti, gagnrýndu hana fyrir að ofdekra stúlkuna.

„Sarah, þú ert falleg og góð og hefur ekki elst neitt, en ég er sammála þeim sem segja að þetta sé taktlaus færsla. Það er betra að halda sumu fyrir sjálfan sig. 16 ára börn eiga ekki að fá nýjan bíl – þau þurfa að læra gildi vinnu og að afla sér eigin tekna, óháð því hvaðan þau koma eða hverjir foreldrar þeirra eru.“

Annar bætti við: „Hver í ósköpunum kaupir bíl handa 16 ára barni? Ég fékk köku. Það er allt sem maður þarf.“

Þriðji sagði: „Hvílík skömm. Við elskum öll að dekra við börnin okkar en í alvöru, hvað ertu að kenna barninu þínu? Mér var kennt strax að erfiði borgar sig.”

Aðrir vörðu þó Söruh með kjafti og klóm og sagði til dæmis einn: „OMG! Af hverju eru svona margir að missa sig yfir því að foreldrar kaupi bíl fyrir barnið sitt? Þegar ég varð 16 ára fékk ég glænýjan bíl – en ég þurfti líka að vinna og kaupa bensínið sjálf. Í alvöru, þetta er ekki okkar mál. Óskið barninu til hamingju með afmælið og haldið svo áfram með daginn ykkar. Þetta er alls ekki svona alvarlegt.“

Sarah Michelle er sem kunnugt er gift leikaranum Freddie Prinze Jr. en þau gengu í hjónaband árið 2002. Auk Charlotte eiga þau soninn Rocky sem fæddist árið 2012.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Faðir Hailey Bieber tjáir sig um hana eftir áralanga þögn – Er stirt á milli þeirra?

Faðir Hailey Bieber tjáir sig um hana eftir áralanga þögn – Er stirt á milli þeirra?
Fókus
Í gær

Flestir nota allt of mikið tannkrem – Þetta er rétt magn

Flestir nota allt of mikið tannkrem – Þetta er rétt magn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kim Kardashian aðeins í demöntum á forsíðu franska Vogue

Kim Kardashian aðeins í demöntum á forsíðu franska Vogue
Fókus
Fyrir 2 dögum

Friends- stjarna selur íbúð á Manhattan

Friends- stjarna selur íbúð á Manhattan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var morðinu á Charlie Kirk ætlað að koma af stað borgarastyrjöld í Bandaríkjunum?

Var morðinu á Charlie Kirk ætlað að koma af stað borgarastyrjöld í Bandaríkjunum?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erlendar konur bugaðar á íslenska deitmarkaðinum – „Eru samt ekki tilbúnir í samband, þó það sé svona þrjú ár í að þeir verði sköllóttir“

Erlendar konur bugaðar á íslenska deitmarkaðinum – „Eru samt ekki tilbúnir í samband, þó það sé svona þrjú ár í að þeir verði sköllóttir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lúxus sveitasetur á Suðurlandi til sölu á 700 milljónir

Lúxus sveitasetur á Suðurlandi til sölu á 700 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilkynnir stórtíðindi með djarfri myndatöku

Tilkynnir stórtíðindi með djarfri myndatöku