Ríkisstjórnir Bretlands og Kanada hafa viðurkennt Palestínu sem ríki. Búist hafði við þessu um nokkurt skeið.
Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti nú fyrir skemmstu ákvörðun Breta um viðurkenningu Palestínu.
„Í dag, til að lífga við vonina um frið á milli Palestínumanna og Ísraela og tveggja ríkja lausn, viðurkennir Bretland formlega ríkið Palestínu,“ sagði Starmer í myndbandsyfirlýsingu.
Fyrr í dag gerði Mark Carney, forsætisráðherra Kanada slíkt hið sama.
„Kanada viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki og býður fram krafta sína til að vinna að friðsamlegri framtíð fyrir Palestínu og Ísrael,“ sagði í yfirlýsingu Carney.