fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Kneecap bannaðir í Kanada

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 21. september 2025 16:30

Kneecap mega ekki stíga inn fyrir landamæri Kanada. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíska ríkisstjórnin hefur bannað meðlimum norður írsku rapphljómsveitarinnar Kneecap að koma inn fyrir landamærin. Ástæðan er sögð vera að hljómsveitin upphefji hryðjuverkasamtök.

Breska blaðið The Guardian greinir frá þessu.

Kneecap, sem koma frá borginni Belfast, hafa vakið mikla athygli á undanförnum árum. Einkum vegna dyggs stuðnings síns við baráttu Palestínumanna og fyrir harða gagnrýni á ísraelsk stjórnvöld.

Meðal annars hefur breska lögreglan rannsakað flutning þeirra á tónlistarhátíðinni Glastonbury í sumar. En þar voru þeir sakaðir um að styðja við Hamas og Hezbollah.

Nú hafa Kneecap verið bannaðir í Kanada, það er meðlimirnir Naoise Ó Cairealláin, Liam Óg Ó hAnnaidh og JJ Ó Dochartaigh.

„Nýlega hefur rapphljómsveitin Kneecap framkvæmt og birt yfirlýsingar um hluti sem ganga gegn kanadískum gildum og lögum og hefur valdið ríkisstjórninni ugg,“ sagði Vince Gasparro, fulltrúi þingsins sem hefur það hlutverk að berjast gegn glæpastarfsemi, á samfélagsmiðlum. „Hljómsveitin hefur aukið pólitískt ofbeldi og opinberlega stutt við hryðjuverkasamtök eins og Hezbollah og Hamas.“

Kneecap hafa svarað þessu með fullri hörku og segja bannið óásættanlegt.

„Enginn meðlimur Kneecap hefur verið dæmdur fyrir neinn í glæp í nokkru landi nokkurn tímann,“ segir í yfirlýsingu þeirra. „Við höfum fyrirskipað lögmönnum okkar að beita sér gegn ykkur. Við munum verja okkur með kjafti og klóm gegn tilhæfulausum ásökunum til þess að þagga niður í andstöðu okkar við þjóðarmorðið sem Ísraelsmenn stunda. Þegar við sigrum ykkur fyrir dómstólum, sem við munum gera, þá munum við gefa allar bæturnar til barna sem hafa misst útlimi á Gaza.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni
Fréttir
Í gær

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“