fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Hætti við viðburð í Dollywood vegna heilsufarsvandamála

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 18. september 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska tónlistarkonan Dolly Parton hætti við að koma fram í Dollywood á miðvikudag vegna heilsufarsvandamála.

Söngkonan, sem er 79 ára gömul, átti að vera koma fram á viðburði í skemmtigarði sínum í Pigeon Forge í Tennessee til að tilkynna nýja upplifun í garðinum, en útskýrði í myndskilaboðum til aðdáenda sinna að hún væri að jafna sig eftir nýrnastein.

„Ég veit að ég er hér og þið eruð þar að velta fyrir ykkur hvers vegna,“ sagði hún í myndbandi sem blaðamaðurinn Marcus Leshock deildi á X.

„Ég átti í smá vandamáli. Ég fékk nýrnastein. Það kom í ljós að það var sýking og læknirinn sagði: „Þú þarft ekki að vera að ferðast um núna, þú þarft nokkra daga til að ná bata. Svo hann lagði til að ég færi ekki til Dollywood í dag.“

Parton fullvissaði aðdáendur sína um að hún myndi fljótlega ná sér.

„Hafið ekki áhyggjur af mér, ég verð allt í lagi,“ sagði hún. „Ég get þetta bara ekki í dag.“

Hálft ár er liðið frá því eiginmaður Dolly til næstum 60 ára, Carl Dean, lést í mars. Hann var 82 ára gamall. Í maí ræddi Dolly opinskátt við Independent um heilsufarsbaráttu eiginmannsins síns, sem hann hafði haldið fyrir sig, og sagðist hún glöð að hann þjáðist ekki lengur.

„En það bætir samt ekki upp fyrir missinn og einmanaleikann sem fylgir því,“ sagði Dolly. 

Í júlí sagði Dolly að hún væri að taka sér pásu frá tónlist eftir andlát Deans og viðurkenndi í hlaðvarpi Khloé Kardashian, Khloé in Wonder Land:

„Ég get þetta ekki núna því ég á svo margt annað að ég hef ekki efni á þeim munaði að verða tilfinningaþrungin núna,“ sagði Dolly, sem sagðist myndu snúa aftur á tónlistarsviðið, en eins og er væri hún „bara að fresta því öllu saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“