fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Konungsfjölskyldan gagnrýnd fyrir fordæmalausa sýndarmennsku í þágu Trump – „Þetta er þjóðarskömm“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 18. september 2025 12:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti fékk sannarlega konunglega móttöku í Bretlandi. Þar var nóg um pomp og prakt, lúðrasveit, skrúðgöngu, konunglegar hestakerrur og hvaðeina. Rúmlega þúsund breskir hermenn tóku þátt í herlegheitunum og 120 hestar. Forsetinn fékk meira að segja sérstakan kokteil sem var útbúinn sérstaklega fyrir tilefnið – Transatlantic Whisky Sour, sem er blanda af Johnnie Walker-viskí með marmelaði, sítrus, pekanfroðu og ristuðum sykurpúðum á kexi. Forsetinn drakk þó ekki kokteilinn sjálfur enda drekkur hann ekki áfengi.

Þetta konunglega sjónarspil var sett á svið til að höfða til hégóma forsetans sem hefur lengi verið heillaður af konungfjölskyldunni og dreymt um að verða hluti hennar. The Daily Beast segir að enginn erlendur leiðtogi hafi fengið viðlíka móttökur í Bretlandi. Miðillinn bendir á að stærsti draumur forsetans sé að verða konungur. Þetta sé konungsfjölskyldan meðvituð um og því hafi hún sett á svið athöfn, sjónarspil, sem sæki fyrirmyndina í eldri hefðir en sé þó uppspuni frá rótum. Bara svo Trump geti upplifað sig sem konung í einn dag.

Vissulega sé hefð fyrir konunglegum móttökum, en hér hafi öllu verið til tjaldað. Til dæmis sé ekki hefð fyrir því að erlendir leiðtogar séu dregnir í konunglegum hestvagni. Eins hafi Trump fengið að láta eins og konunglegu varðmennirnir væru hans eigin með því að fá að heilsa þeim á undan Karli Bretakonungi The Daily Beast segir að þarna hafi konungsfjölskyldan sýnt að hún veit hvað Trump vill og að hún sé tilbúin til að lítilækka sig til að geðjast honum.

„Til að reyna að halda Bandaríkjunum góðum er hún tilbúin að lítillækka sjálfa sig og gildi sín með öllu.“

The Daily Beast gengur svo langt að segja að nú hafi konungsfjölskyldan sýnt að það sé hægt að leigja þjóðhöfðingjann eins og um vændiskonu sé að ræða, til að gæla við hégóma manns sem dreymir um að vera konungur.

„Þetta er þjóðarskömm fyrir þjóð sem eitt sinn var stolt. Bretland hefur fulla ástæðu til að vilja starfshæft samband við Washington. Enginn véfengir mikilvægi milliríkjasambandsins. En það verður einhvers staðar að draga mörk á milli virðingar og auðmýktar og á miðvikudaginn var farið yfir þessi mörk í Windsor.

Þetta var ekki móttaka: þetta var sýndarmennska til að sýna auðmýkt. Þetta sendi skilaboðin að Bretland mun ekki bara umbera Trump heldur munum við upphefja hann, dekra við han og þjóna honum sem hirðmenn, sama hvaða skaða hann mun valda hér eða annars staðar.“

Mynd/Getty
Mynd/Getty
Mynd/Getty
Mynd/Getty

 

Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Átta manns stefna Ísbúðinni okkar fyrir vangoldin laun – Málið sagt stefna í dómsátt

Átta manns stefna Ísbúðinni okkar fyrir vangoldin laun – Málið sagt stefna í dómsátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“