fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 17. september 2025 19:30

Hægri öfgamenn eru miklu hættulegri en vinstri öfgamenn samkvæmt öllum rannsóknum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öfga hægrimenn fremja langflest pólitísk morð í Bandaríkjunum samkvæmt nýrri rannsókn. Morð þeirra eru fleiri en allra annarra hópa samanlögð.

Morðið á áhrifavaldinum Charlie Kirk hefur hrundið af stað mikilli umræðu um pólitískt ofbeldi. Donald Trump og fylgjendur hans reyndu strax eftir morðið að kenna vinstrinu um en síðan hefur komið í ljós að meintur gerandi aðhylltist öfgahægri stefnu sem kallast groyper og var virkur í öfga hægri kreðsum á netinu.

Mörgum finnst það hljóma skringilega að öfga hægrimaður ráði annan öfga hægrimann af dögum en það er þó ekkert nýtt. Til að mynda var Thomas Crooks, sem reyndi að myrða Donald Trump, sjálfur Repúblikani sem hafði úthúðað innflytjendum og öðrum kynþáttum á netinu.

Fleiri en allir aðrir samanlagt

Inni í þessa umræðu talar ný rannsókn, framkvæmd af Cato stofnuninni í Washington um pólitísk morð í Bandaríkjunum. Rannsóknin sýnir að síðan 2020 hafa hægri öfgamenn framið 54 prósent af öllum pólitískum morðum í landinu. Hafa hægri öfgamenn myrt 81 manneskju á þessu tímabili.

Sjá einnig:

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Til samanburðar hafa íslamistar framið 21 prósent pólitískra morða og vinstri öfgamenn 22 prósent.

Sé horft lengra aftur í tímann, það er til ársins 1975 komi hins vegar í ljós að 87 prósent morðanna hafa verið framin af íslamistum. En þá verður að taka með í reikninginn hinn gífurlega fjölda sem lést í árásunum á Tvíburaturnanna þann 11. september árið 2001. Það er nærri 3 þúsund manns sem skekkir niðurstöðuna.

Mikill fjöldi árása hægri öfgamanna

Eins og segir í frétt blaðsins Independent um aðra rannsókn, sem unnin var af bandaríska dómsmálaráðuneytinu í fyrra en eytt af núverandi valdhöfum, þá hafa einstakar árásir hægri öfgamanna verið langt um fleiri en íslamista eða öfga vinstri manna. Frá árinu 1990 hafa hægri öfgamenn myrt 520 manns í 227 árásum. Öfga vinstri menn hafa myrt 78 manns í 42 árásum á sama tímabili. Hefur dómsmálaráðuneytið ekki svarað Independent hvers vegna rannsóknin var fjarlægð.

Skjáskot af Facebook síðu Economist

Þá hefur tímaritið The Economist birt rannsókn sem sýnir enn þá meiri mun. Það er einstaka viðburði þar sem pólitísku ofbeldi er beitt. Frá árinu 1990 bera hægri öfgamenn ábyrgð á 76 prósent tilfella en vinstri öfgamenn aðeins 4 prósentum.

Trump þegir

Í viðtali við tímaritið Time sagði vísindamaðurinn Colin Clarke, sem hefur rannsakað pólitískt ofbeldi að Donald Trump minnist sjaldan á árásir þar sem gerendurnir eru öfga hægrimenn.

„Það er engin spurning. Ef horft er á tölurnar þá kemur í ljós að hægri öfgamenn eru miklu banvænni,“ sagði Clarke.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Í gær

„Ég hata Facebook, Instagram og TikTok. Þetta truflar líf allra“

„Ég hata Facebook, Instagram og TikTok. Þetta truflar líf allra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“