„Áður en við byrjum þá vil ég fyrst segja að sama hversu ósammála ég var mörgu því sem hann sagði, þá skilur Charlie Kirk eftir sig tvö börn og eiginkonu. Ekki gleyma því,“ sagði hann í ræðu á mánudagskvöldið á Investigative Reporters and Editors Gala.
„Því þegar öllu er lokið þá veitir það engin svör að skjóta einhvern, og það er ótrúleg kaldhæðni að hann hafi verið drepinn með byssu.“
Charlie Kirk taldi það ásættanlegan fórnarkostnað fyrir annan viðauka bandarísku stjórnarskránnar að sumir myndu óhjákvæmilega deyja sökum skotvopna.
Margir netverjar voru ósáttir við orð Keaton og sögðu hann hafa sýnt Kirk og fjölskyldu hans vanvirðingu. Keaton hefur ekki tjáð sig meira um málið að svo stöddu.