fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. september 2025 12:00

Sæþór Benjamín Randalsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum,“ segir Sæþór Benjamín Randalsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Hann var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun og svaraði þar fyrir áskorun stjórnarinnar til Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, oddvita flokksins í borgarstjórn, um að segja sig úr flokknum.

Sæþór segir að Sanna hafi grafið undan lýðræðislegri niðurstöðu flokksmanna í nokkurn tíma en nú sé mælirinn fullur eftir að hún sagði í viðtali við RÚV að til greina kæmi að bjóða sig fram í vor undir merkjum annars framboðs en Sósíalistaflokksins. Athygli vekur að yfirlýsingin var send til RÚV en ekki til Sönnu sjálfar.

Sjá einnig: Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“ 

Í viðtali við Rás 2 í morgun sagði Sæþór að ástæðan fyrir því að framkvæmdastjórnin hafi ekki sent áskorunina á Sönnu sjálfa væri sú að hún hunsaði þau alltaf.

„Við reyndum strax eftir aðalfundinn að reyna að vinna saman og hafa gott vinnusamband milli hennar, sem borgarfulltrúa, og framkvæmdastjórnarinnar, en skilaboð voru hunsuð. Svo þetta var eina leiðin til að fá svar, að birta þetta opinberlega í staðinn fyrir einhver skilaboð.“

Hallarbylting varð í Sósíalistaflokknum í vor þegar nýtt fólk náði kjöri í framkvæmdstjórn á aðalfundi og þekktum andlitum flokksins, t.d. Gunnari Smára Egilssyni, var ýtt til hliðar. Á þeim fundi var Sanna kjörin pólitískur leiðtogi flokksins, sem er sjálfkrafa formaður kosningarstjórnar, sem Sæþór segir vera mjög mikilvægt embætti. Mikill samstarfsvilji hafi ríkt af hálfu framkvæmdastjórnarinnar en Sanna hafi hunsað þau með öllu. „Hún sagði sig strax úr þessu embætti. Við þurftum að endurræsa og fylla aftur í kosningastjórn út af þessu,“ segir Sæþór.

Spyrlar morgunútvarpsins bentu á að Sanna nyti mikilla vinsælda og staða flokksins í borginni væri sterk vegna hennar. Við þessu sagði Sæþór:

„Partur af vandamálinu er að hún er ekki sérstaklega vinsæl inni í flokknum. Eftir að hún tók þátt í því að kasta flokknum út úr húsnæði og hefur ekki mætt á neina af þessum nýju félagsfundum. Partur af kosningaloforði var að byggja upp flokksstarfið og hún hefur ekki tekið þátt. Hún var sú eina sem sem var send í viðtöl undir gömlu forystunni og þess vegna er hún andlit flokksins. Það er ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum og talar ekki við forystu flokksins.“

Tími sátta liðinn

„Tíminn er liðinn,“ sagði Sæþór þegar hann var spurður hvort hægt væri að leita sátta milli stríðandi fylkinga í flokknum. Hann var spurður hvort hann hefði smalað á aðalfundinn í vor og tekið yfir flokkinn og sagði hann svo vera og ekkert væri athugavert við það. Þetta hefði verið fyrsti aðalfundurinn sem haldinn var í flokknum í átta ár og eðlilegt væri að bera fram sín baráttumál á fundi og fá fólk til að fylkja liði bak við þau.

Sæþór segir að flokksstarfinu hafi áður verið miðstýrt en nú sé verið að stofna svæðisfélög og vikja lýðræði í flokknum um land allt.

Sveitarstjórnarkosningar eru í vor og Sæþór var spurður hvar flokkurinn stæði þá án Sönnu. Hann sagði að það hefði verið verið betra að vinna saman og hafa góða samvinnu en nú þurfi að virkja gott fólk til að vinna í góðu samstarfi við flokkinn og framkvæmdastjórn. Hvert svæðisfélag muni sjá um sinn framboðslista í aðdraganda kosninganna.

Allir peningar hafi runnið í Samstöðin og Vorstjörnuna

Sæþór segir að það taki tíma að byggja upp flokksstarfið en því hafi ekki verið sinnt áður, miðstýring hafi verið ráðandi. Ríkisstyrkir hafi runnið beint inn í fjölmiðilinn Samstöðina og í félagið Vorstjörnuna, þar sem stjórn var þó ekki kosin, en peningarnir hafi ekki runnið inn í flokksstarfið. Áður hafi miðstýring ráðið för en núna séu haldnir mánaðarlegir félagsfundir þar sem allt í flokksstarfinu sé útskýr. Verið sé að setja meiri kraft í að byggja upp flokksstarfið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Conor McGregor hættir við forsetaframboð – Sá fram á rothögg

Conor McGregor hættir við forsetaframboð – Sá fram á rothögg