fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Klár í slaginn London í kvöld en þarf að svara til saka fyrir fimm nauðganir í fyrramálið

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. september 2025 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfari Villarreal, Marcelino, segir miðjumanninn Thomas Partey vera í réttu andlegu jafnvægi til að spila gegn Tottenham í Meistaradeildinni aðeins örfáum klukkustundum áður en hann þarf að mæta fyrir dóm vegna ákæru um nauðgun.

Partey, sem gekk til liðs við Villarreal frá Arsenal á frjálsri sölu í sumar, á að mæta fyrir Southwark Crown Court í London á miðvikudagsmorgun.

32 ára gamli Gana-landsliðsmaðurinn er ákærður fyrir fimm nauðganir gegn tveimur konum og eitt kynferðisbrot gegn þriðju konunni.

Áður en til þess kemur er hann þó í leikmannahópi Villarreal sem mætir Tottenham á Tottenham Hotspur leikvanginum á þriðjudagskvöld, í opnunarleik liðsins í Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið.

„Ég er fullviss um að hann sé andlega tilbúinn til að spila þennan leik,“ sagði Marcelino á blaðamannafundi fyrir leikinn.

„Hann verður klár í slaginn. Við erum mjög ánægð með að hafa Thomas með okkur bæði fyrir fótboltagetu hans og sem einstakling.“

„Hann er frábær leikmaður með mikla reynslu. Hann hefur spilað með stórum liðum og við vitum að hann býr yfir mikilli getu og hágæða leikstíl.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Í gær

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson