fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 15. september 2025 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hamed M. H. Albayyouk, 42 ára gamall maður frá Palestínu, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, skammt frá heimili sínu við Skyggnisbraut í Úlfarsárdal.

Er Hamed sakaður um að hafa, miðvikudaginn 21. maí á þessu ári, veist með ofbeldi að öðrum manni, einnig Palestínumanni, utandyra við Skyggnisbraut, og stungið hann með hníf vinstra megin í brjósthol. Hnífurinn fór í gegnum rifbein, slagæð, vöðva, lungnaafleiðu og þind, ásamt því að fara í gegnum þverristil, með þeim afleiðingum að brotaþolinn hlaut lífshættulega áverka.

Árásin, sem var um hábjartan dag, vakti mikinn óhug í hverfinu og víðar. Vitnuðu íbúar um að ofbeldisverk í götunni væru algeng.

Brotaþolinn í málinu krefst fjögurra milljóna króna í miskabætur.

Fyrirtaka verður í málinu við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 23. september næstkomandi. Verða þá lögð fram gögn í málinu og dagsetning á aðalmeðferð ákveðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“