fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. september 2025 14:17

Höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvupóstar og annars konar skilaboð frá erlendum svikahröppum hafa dunið reglulega á landsmönnum undanfarin misseri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við nýju svikapóstum sem hafa borist undanfarið. Einn þeirra er á mjög bjagaðri og kolvitlausri íslensku þar sem reynt er að sannfæra viðtakendur um að pósturinn sé frá Alþjóðalögreglunni – Interpol en vart er hægt að segja annað en að pósturinn sé afar ósannfærandi en undanfarið hefur verið varað við því að íslenskan í svona svikapóstum sé orðin meira sannfærandi. Í þessu tilfelli virðist hins vegar um afturför að ræða.

Í upphafi póstsins segir:

„Forstjóru Lögregluinnar Interpol. Alþjóðlega sakalasamleggreglusambandið (ICPO). Brú Barnaverndar. Dómafundarkvöldun tilgangur.“

Því næst er vísað í  tiltekna grein í „refsilögum“ en vart þarf að taka það fram að það er ekki til neitt á Íslandi sem heitir refsilög. Tilgangur bréfsins er sá að reyna að sannfæra viðtakanda um að hann sé undir grun um kynferðisbrot í bréfinu segir:

„Í kjölfar áframhaldandi eftirfylgni gegn þeim sem eru helteknirir af ólöglegum klámsíðum á netinum, sem er stranglega bannað samkvæmt lögum, hefur lögreglan okkar sem sérhæfir sig í netglæpum (LECCP), framkvæmt rannsókn á þér vegna netbrota sérstaklega varðandi netklám, klámsveða, barnaklám.“

Í næstu málsgrein er síðan vikið að kröfum um viðbrögð viðtakanda en hún hefst á þessum orðum:

„Við viljum láta þig vita að þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum.“

Síðan er krafist skriflegs svars og rökstuðnings innan 48 klukkustunda annars sé næsta skref að handtaka viðkomandi. Er bréfið undirritað með nafni Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur sem titluð er:

„Þjóðarfulltrúi hjá íslenska lögreglunni.“

Þótt nafnið sé raunverulegt þá ættu flestir Íslendingar að vita að starfsheitið er það ekki.

Segja verður að þetta sé ansi léleg og ósannfærandi blekkingartilraun. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem varað er við póstinum og öðrum pósti, þar sem reynt er að sannfæra fólk um að það verði að borga ógreiddan rafmagnsreikning, segir um þessa pósta:

„Á bara að fara beint í ruslið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“