fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fókus

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“

Fókus
Föstudaginn 12. september 2025 13:30

Laurent prins/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Belgíski prinsinn Laurent hefur nú staðfest að hann feðraði barn með söng- og sjónvarpskonunni Wendy Van Wanten fyrir 25 árum síðan. Sögusagnir hafa lengi gengið um meint ástarsamband prinsins og stjörnunnar en þær hafa ekki fengist staðfestar fyrr en nú.

Sonurinn óskilgetni heitir Clement Vandenkerchove og er afrakstur leynisambandsins. Laurent er yngri bróðir Filippusar Belgíukonungs og gaf hann út yfirlýsingu á dögunum þar sem hann staðfesti að hann hafi átt í ástarsambandi við Wendy fyrir áratugum síðar og að Clement sé sonur hans.

„Ég gengst við því að ég er líffræðilegur faðir Clements Vandenkerckhove. Við höfum rætt þetta opinskátt og af hreinskilni undanfarin ár. Þessi tilkynning byggir á skilningi og virðingu við þá sem koma við sögu og er afrakstur samráðs við viðkomandi.“

Prinsinn bað fólk að virða það að um einkamál sé að ræða og segist ekki ætla að skýra það eða ræða frekar.

Belgískir miðlar loguðu í kjölfarið og greindu frá því að vísbendingar hafi lengi verið til staðar. Til dæmis megi færa rök fyrir því að nafn Clements sé vísun til heimilis prinsins í Belgíu, Villa Clémentine. Eins virðist Wendy hafa tilkynnt þetta undir rós í einu lagi sínu.

Clement neitaði því árið 2021 að prinsinn væri faðir hans.

„Ég held að það sé frekar ævintýralegt að allir haldi þetta. En ævintýri eru einmitt bara ævintýri ef þið vitið hvað ég meina.“

En ævintýrin gerast greinilega því nú hefur prinsinn játað. Laurent hefur verið giftur Claire prinsessu frá árinu 2003 og eiga þau þrjú börn saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eigendur Deplar Farm selja stórglæsilega miðbæjarperlu

Eigendur Deplar Farm selja stórglæsilega miðbæjarperlu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Viagra töflur kærastans hverfa en ekkert bólar á áhrifunum í svefnherberginu

Viagra töflur kærastans hverfa en ekkert bólar á áhrifunum í svefnherberginu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fjölskylda og vinir Britney Spears hafa áhyggjur – Allt í drasli og hundaskít

Fjölskylda og vinir Britney Spears hafa áhyggjur – Allt í drasli og hundaskít
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er ekki fullkominn“ – Frásögn sem er persónuleg, falleg og einlæg og skyldulesning fyrir alla

„Ég er ekki fullkominn“ – Frásögn sem er persónuleg, falleg og einlæg og skyldulesning fyrir alla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Næsti kafli björtustu stjörnu Íslands: Kvikmynd, vínyll og ný plata á ensku

Næsti kafli björtustu stjörnu Íslands: Kvikmynd, vínyll og ný plata á ensku