fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 13. september 2025 13:30

Mynd: grindavik.is.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formlegt samtal Grindavíkurbæjar og forsætisráðuneytisins um framtíðaruppbyggingu er hafið. Bæjarstjórn Grindavíkur segir samstarfið lykillinn að skýrri stefnu í húsnæðismálum, atvinnumálum og þjónustu við íbúa.

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni.“

Í pistli bæjarstjórnar í gær kemur fram að það er mikilvægt að íbúar viti að til staðar er raunverulegur vilji stjórnvalda til að standa með Grindavík. Bæjarstjórn sé einhuga um að vinna markvisst og samstillt að framtíð Grindavíkur með upprisu og von að leiðarljósi.

Í sumar hafa um 80 fjölskyldur og einstaklingar dvalið í íbúðum Fasteignafélagsins Þórkötlu á grundvelli dvalarsamninga og þannig hafa íbúar haldið tengslum við bæinn. Ekki liggur fyrir hvort samningarnir verði endurnýjaðir en bæjarstjórnin segist treysta því að samningarnir verði framlengdir svo sem flestir geti áfram átt þennan kost fram á vetur.

Bæjarstjórn telur úrræðið afar mikilvægt, það auðveldi Grindvíkingum að halda tengslum við bæinn og styrkir grunninn fyrir endurreisn samfélagsins þegar jarðhræringunum lýkur. Bæjarstjórn leggur áherslu á að sem fyrst verði tekin ákvörðun um framlengingu og að gildistíminn nái til 1. maí 2026. Jafnframt þarf ákvörðun um mögulega leigusamninga í stað dvalarsamninga að liggja fyrir með góðum fyrirvara á næsta ári.

Árangur náðst við bætta ásýnd Grindavíkur og aukið öryggi

Unnið er að viðgerðum á sprungum og innviðum og segir í pistlinum að árangur hafi náðst við að bæta ásýnd bæjarins og auka öryggi. Nú standa yfir framkvæmdir á lóð íþróttamannvirkjanna, sem bæjarstjórnin segir táknrænt og mikilvægt skref í áframhaldandi uppbyggingu. Næsti áfangi aðgerðaáætlunar liggur fyrir og bæjarstjórn væntir samþykktar hans á allra næstu dögum svo hægt verði að halda áfram framkvæmdum í haust.

Viðgerðir á grunnskólanum við Ásabraut eru langt komnar og leikskólinn Laut þarfnast aðeins minniháttar viðgerða. Því er raunverulegur möguleiki á að starfsemi barna og fjölskyldna flytjist á ný inn í þessi hús á næsta ári að sögn bæjarstjórnar.

„Sérfræðingateymi vinnur nú að ítarlegum greiningum á húseignum nærri sprungum. Sú vinna er grundvallaratriði fyrir framtíðarskipulag bæjarins, getur minnkað ágreining um bætur og tryggingar og skapað traustari grunn fyrir ákvarðanir til framtíðar.“

Íþróttalífið blómstrar

Um helgina fer Minningarmót Óla Jó fram í Grindavík, en um er að ræða fyrstu körfuboltaleikina frá rýmingu bæjarins 10. nóvember 2023. Íþróttastarfið hefur sett svip sinn á bæinn, reglulegir fótboltaleikir og mikil fjölgun í Golfklúbbi Grindavíkur að sögn bæjarstjórnar.

„Það skiptir okkur miklu máli að sem flestir viðburðir fari fram í Grindavík, hvort sem það eru íþrótta- eða menningarviðburðir. Það veitir Grindvíkingum orku, von og tengingu við samfélagið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn