Sharon Osbourne hefur tileinkað sér nýtt áhugamál, ásamt dóttur sinni Kelly, eftir andlát eiginmanns síns, tónlistarmannsins Ozzy Osbourne.
Á fimmtudag deildi Osbourne myndbandi á Instagram þar sem sjá má mæðgurnar æfa fálkaveiðar með uglu.
„Í dag kynnti ég mömmu mína fyrir fálkaveiðum og henni fannst það frábært,“ skrifaði Kelly við myndskeiðið og þakkaði þjálfaranum Gerard Sulter fyrir að fá móður sína til að brosa.
Aðdáendur voru ánægðir að sjá mæðgurnar, en um að er að ræða eitt af fáum myndskeiðum þeirra á samfélagsmiðlum eftir andlát Ozzy þann 22. júlí.
„Ó, Sharon! Við söknuðum fallega andlitsins þíns! ❤️ Svo glöð að sjá þig og Kelly, þetta er ótrúleg upplifun að gefa yndislegu mömmu ykkar! ❤️.“
View this post on Instagram