fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 11. september 2025 10:27

Sigurður Pálsson forstjóri BYKO, Guðrún Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar og Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Gæludýr.is. Mynd: Rúnar Kristmannsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr 10 þúsund fermetra verslunarkjarni við Fitjabraut 5 í Reykjanesbæ, sem hýsir verslanir Krónunnar, BYKO og Gæludýr.is, mun formlega opna dyr sínar á laugardag. Fyrsta skóflustungan að húsnæðinu fór fram fyrir um tveimur árum og sá fasteignafélagið Smáragarður ehf. um byggingu þess. Byggingin er vottuð samkvæmt BREEAM stöðlum sem samræmist framtíðarsýn fyrirtækjanna um sjálfbærni. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu.

BYKO í tvöfalt stærra rými og stærsta verslun Gæludýr.is

BYKO opnar 5.300 fermetra verslun í húsnæðinu og fer því í tvöfalt stærra verslunarrými en í fyrri verslun sinni á Víkurbraut. Vera BYKO á Suðurnesjum nær allt til ársins 1996 og er nýtt og stærra húsnæði liður í því að þjónusta heimili og atvinnulíf á Suðurnesjum enn betur en gert hefur verið fram til þessa.

Krónan opnaði eina af stærstu verslunum sínum við Fitjabraut nú á dögunum þar sem Suðurnesjamenn hafa nú þegar tekið afar vel á móti versluninni og nýrri staðsetningu. Nýja verslunin er þúsund fermetrum stærri en eldri verslun að Fitjum og býður hún upp á aukið vöruúrval, auk þess að gera Krónunni kleift að sinna aukinni eftirspurn eftir heimsendingarþjónustu á Suðurnesjum. Að auki er Tokyo Sushi með útibú innan verslunarinnar.

Gæludýr.is opnar sína fyrstu verslun í Reykjanesbæ sem er jafnframt sjötta og stærsta verslun keðjunnar þar sem gæludýraeigendur á Suðurnesjum geta gengið að fjölbreyttu úrvali af gæludýravörum fyrir hunda, ketti, fugla, fiska og nagdýr. Viðskiptavinum er velkomið að taka gæludýr sín með í verslunarferð þar sem gott rými er fyrir ferfætlinga innan verslunar.

Fólksfjölgun og uppbygging kallar á sterkar þjónustustoðir

Guðný Birna Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fagnar því að nú sé uppbyggingu við Fitjabraut 5 lokið með formlegri opnun verslananna sem munu bæta þjónustu innan bæjarfélagsins til muna. Mikil uppbygging hafi átt sér stað á svæðinu til að taka enn betur á móti nýjum íbúum í Reykjanesbæ og sé mikilvægt að hægt sé að stóla á sterkar stoðir þegar kemur að þjónustu. 

„Við í Reykjanesbæ bjóðum Krónuna, BYKO og Gæludýr.is velkomin við Fitjabraut í sínar stærstu verslanir og hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ segir Guðný Birna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Faðir Oscars ákærður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi