fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 11. september 2025 08:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn heppinn miðaeigandi hreppti 10 skattfrjálsar milljónir í Milljónaveltunni þegar dregið var í Happdrætti Háskóla Íslands í gærkvöldi. Sá var í óðaönn að hita upp afganga þegar starfsmaður Happdrættisins hringdi en miðaeigandinn var fljótur að fyrirgefa truflunina við matseldina þegar hann fékk fréttirnar um stóra vinninginn.

Í tilkynningu frá HHÍ kemur fram að fjöldi annarra stórra vinninga féll í gær. Einn heppinn miðaeigandi hreppti 7 milljónir króna í aðalútdrætti. Annar hreppti 500 þúsund króna vinning en þar sem vinningsnúmerið kom á trompmiða fimmfaldast vinningur og fær hann því tvær og hálfa milljón króna í sinn hlut sem hann ætlar að nýta til bílakaupa.

Þá unnu sex miðaeigendur eina milljón króna hver en einn þeirra sagðist hafa valið vinningsnúmerið út frá afmælisdegi kattar síns. Það eru ótrúlega margar skemmtilegar sögur á bak         við númer vinningshafa en þetta er í fyrsta skipti sem köttur hefur verið nefndur á nafn. Í heildina voru dregnar út tæplega 153 milljónir króna sem skiptust milli 4.070 miðaeigenda.

Happdrætti Háskóla Íslands vill minna miðaeigendur á að fara inn á mínar síður á hhi.is og athuga hvort að allar tengiliðaupplýsingar séu réttar. Ekki var hægt að hringja í tvo af þeim miðaeigendum sem hlutu stærri vinninga vegna þess að ekki voru neinar upplýsingar skráðar.

Happdrætti Háskólans óskar öllum vinningshöfum innilega til hamingju og þakkar stuðninginn í gegnum tíðina. Með kaupum á miða í Happdrætti Háskólans stuðla miðaeigendur að áframhaldandi uppbyggingu Háskóla Íslands og tryggja Íslendingum blómlegt háskólasamfélag. Allur hagnaður af rekstri HHÍ rennur í uppbyggingu Háskóla Íslands og hafa 25 byggingar risið fyrir happdrættisfé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland
Fréttir
Í gær

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“