fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. september 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega tvítug kona frá Akureyri hefur verið ákærð fyrir stórfellt fíkniefnabrot en ákært er vegna atviks frá 21. febrúar árið 2024.

Unga konan er í ákæru héraðssaksóknara sögð hafa staðið að innflutningi á tæplega þremur kílóum af ketamíni með 87% styrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi.

Ketamínið flutti konan til landsins með farþegaflugi frá Alicante á Spáni til Keflavíkurflugvallar. Voru efnin falin í tveimur leikfangakössum í farangri ákærðu við komuna til Íslands.

Ketamín er svæfinga- og verkjastillandi lyf sem er skaðlaust við læknisfræðilega meðhöndlun. Við notkun utan eftirlits læknis getur það verið hættulegt vegna áhrifa á meðvitund og hreyfigetu, auk þess veldur það ofskynjunum og getur verið ávanabindandi. Ennfremur veldur það álagi á lifur, blöðru og nýru við langvarandi notkun.

Magnið sem konan flutti inn af ketamíni dugar í tugþúsundir skammta.

Málið verður þingfest við Héraðsdóm Norðurlands eystra þann 17. september næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd
Fréttir
Í gær

„Sjálfsvígshugsanir og -tilraunir eru ekki einkenni „geðsjúkdóms” heldur birtingarmynd þjáningar”

„Sjálfsvígshugsanir og -tilraunir eru ekki einkenni „geðsjúkdóms” heldur birtingarmynd þjáningar”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forngrip stolið frá Reiðhjólabændum – „Ekki hlaupið að því að hafa góðgerðarstarfsemi eins og Hjólasöfnun í friði“

Forngrip stolið frá Reiðhjólabændum – „Ekki hlaupið að því að hafa góðgerðarstarfsemi eins og Hjólasöfnun í friði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkisstjórnin ætlar að styrkja Úkraínu um meira en tvo milljarða á næsta ári

Ríkisstjórnin ætlar að styrkja Úkraínu um meira en tvo milljarða á næsta ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sár og svekktur út í félag hjúkrunarfræðinga: „Þessi afstaða er ekki bara röng, hún er beinlínis hættuleg“

Sár og svekktur út í félag hjúkrunarfræðinga: „Þessi afstaða er ekki bara röng, hún er beinlínis hættuleg“