fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fókus

Viagra töflur kærastans hverfa en ekkert bólar á áhrifunum í svefnherberginu

Fókus
Miðvikudaginn 10. september 2025 06:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kærasti minn á leynibirgðir af Viagra töflum sem eru sífellt að hverfa, þó við stundum varla kynlíf. Er hann að halda framhjá mér?“

Svona hefst bréf konu til sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun, Sally Land, sem skrifar fyrir vinsæla Sally Land dálkinn.

Konan er 36 ára og kærasti hennar er 40 ára. Þau fluttu inn saman fyrir hálfu ári eftir tveggja ára samband.

„Til að byrja með vorum við mjög æst í hvort annað, ég þurfti rétt svo að brosa til hans og þá var hann tilbúinn í fjörið. Okkur hefur verið hent út af skemmtistöðum fyrir að kela of mikið og við höfum meira að segja stundað kynlíf í rútu.

Ég bjóst við að kynlífið myndi bara verða betra og villtara eftir að við fluttum saman. Ég sá okkur fyrir mér njóta ásta um allt hús, en það er alls ekki staðan. Frekar en að taka frumkvæðið þá býr hann til alls konar afsakanir. Við byrjuðum að stunda kynlíf bara einu sinni í viku.“

Konan lýsir því sem hún fann í ræktartöskunni hans.

„Ég var að leita að hleðslutæki en ég fann glæran poka með tíu bláum töflum. ChatGPT staðfesti að þetta væri líklegast Viagra. Ég setti töflurnar aftur á sinn stað og sagði ekkert. En þetta var að trufla mig þannig ég ákvað að kíkja aftur nokkrum vikum seinna og það voru aðeins sex töflur eftir. Ég athugaði svo aftur í síðustu viku og þá voru bara þrjár.

Af hverju eru þessar töflur að hverfa? Hann virðist ekki vera að nota þær með mér. Ég veit ekki hvað ég á að gera.

Besta vinkona mín er viss um að hann sé að halda framhjá mér og hún vill að við eltum hann þegar hann segist vera að fara í ræktina. Ég held að það muni bara enda í risa rifrildi. Hvernig á ég að komast til botns í þessu?“

Ráðgjafinn svarar

„Þú verður að gera eitthvað, þetta mun annars trufla þig þar til þú springur og segir eitthvað við hann í reiði og það mun klárlega leiða til rifrildis.

Það er möguleiki að hann sé að halda framhjá þér, en það er ekki öruggt. Sumir karlmenn nota Viagra fyrir sjálfsfróun, það gerir þeim kleift að njóta lengur.

En karlmenn eiga ekki að nota þetta nema þeir séu að glíma við risvanda, sem gæti verið málið. Honum tókst kannski að fela það fyrir þér áður en þið fluttuð inn saman en þorir kannski ekki að ræða um þetta við þig. Það besta sem þú getur gert er að segja honum að þú fannst töflurnar og spyrja hann af hverju hann á þær.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurvegarar og tískan á VMA hátíðinni

Sigurvegarar og tískan á VMA hátíðinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Staðfestir að hún mun túlka Madonnu

Staðfestir að hún mun túlka Madonnu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lilja Katrín orðlaus með viðtökur sólarhrings bakstursmaraþons – „Hlýjan, kærleikurinn og góðmennskan verður ekki metin til fjár“

Lilja Katrín orðlaus með viðtökur sólarhrings bakstursmaraþons – „Hlýjan, kærleikurinn og góðmennskan verður ekki metin til fjár“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hendur og fætur hafa ekkert að segja um typpastærð – En þessi líkamshluti gerir það

Hendur og fætur hafa ekkert að segja um typpastærð – En þessi líkamshluti gerir það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rýnt í skjáinn: Þversagnir karlmennskunnar og alræði markaðsvæðingarinnar

Rýnt í skjáinn: Þversagnir karlmennskunnar og alræði markaðsvæðingarinnar