fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Pressan

Þriggja barna móðir fór út að skokka – Það endaði ekki vel

Pressan
Föstudaginn 5. september 2025 06:30

Ariean með eiginmanni sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 90 þúsund Bandaríkjadalir, eða 11,3 milljónir króna, hafa safnast fyrir hina 36 ára gömlu Ariean Fabrizio Colton sem lenti í skelfilegri lífsreynslu þegar hún fór út að skokka á dögunum.

Ariean er búsett í Kenai í Alaska en um klukkan fimm að morgni þriðjudagsins 26. ágúst fór hún út að skokka þegar bjarndýr varð á vegi hennar.

Björninn, líklega grábjörn, réðst á hana þegar hún var að koma heim til sín og dró hana um 30 metra inn á lóð hjá nágranna hennar. Björninn beit hana og klóraði og var það nágranni Ariean sem fann hana stórslasaða einhverju síðar.

Ariean var flutt á sjúkrahús með alvarlega áverka á höfði og mun hún þurfa að gangast undir þó nokkrar aðgerðir á næstu vikum og mánuðum. Ariean er þriggja barna móðir og eiginkona og hrundu aðstandendur hennar af stað söfnun á vefnum GoFundMe á dögunum.

Söfnunin hefur gengið vonum framar og sem fyrr segir hafa rúmar ellefu milljónir króna safnast. Í lýsingunni á vef GoFundMe kemur fram að þetta hefði getað komið fyrir hvaða íbúa sem er á svæðinu, Ariean hafi einfaldlega verið á röngum stað á röngum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Við hreyfum okkur meira ef við erum með skrefateljara

Við hreyfum okkur meira ef við erum með skrefateljara
Pressan
Fyrir 1 viku

„Bjargaðu mér úr þessu helvíti og ég skal segja frá öllu“

„Bjargaðu mér úr þessu helvíti og ég skal segja frá öllu“
Pressan
Fyrir 1 viku

Kaffi og kanill – Svínvirkar gegn geitungum

Kaffi og kanill – Svínvirkar gegn geitungum
Pressan
Fyrir 1 viku

Hún horfði á andlit nýfædda drengsins og sá að eitthvað var að – Níu mánuðum síðar kom sannleikurinn í ljós

Hún horfði á andlit nýfædda drengsins og sá að eitthvað var að – Níu mánuðum síðar kom sannleikurinn í ljós