Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Róbert var upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar meginhluta áranna 2020 og 2021 á meðan Covid 19 gekk yfir. Hann starfaði við fjölmiðla um árabil og var aðstoðarmaður samgönguráðherra áður en hann settist á þing árið 2009.
Sjá einnig: Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti
Róbert er fyrrverandi formaður Blaðamannafélags Íslands og fyrrverandi forstöðumaður fréttasviðs 365. Hann stundaði fiskvinnslu, netagerð og sjómennsku í Vestmannaeyjum og er stúdent frá framhaldsskólanum þar.
Á þingi gegndi hann meðal annars þingflokksformennsku, formennsku í allsherjarnefnd, formennsku í Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og sat í umhverfis- og samgöngunefnd, Þingvallanefnd og Norðurlandaráði.
Róbert hefur störf á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara í dag.