Umræðan um þyngdarstjórnunarlyf er mikil, bæði af hinu góða og hinu slæma. Frásögn karlmanns á DailyMail kemur með nýjan vinkil í umræðuna, en hann segir sig og maka sinn deila einum lyfseðli fyrir Mounjaro. Þeir einfaldlega geri það til að spara. Hann segir að honum hafi aldrei liðið betur, 12 kílóum léttari, þrátt fyrir harðar aðvaranir lækna. Í september mun heildvöruverð lyfsins hækka um meira en 150% samkvæmt tilkynningu frá framleiðandanum.
Einu sinni í viku, á miðvikudögum, sprauta þeir hvorn annan með þyngdarstjórnunarlyfinu Mounjaro. Með sömu sprautunni.
Í frásögn sinni segir Nick Maes að hann hafi alls ekki verið of feitur né í brýnni þörf fyrir lyfið, en eins og margir þá hefði hann rólega bætt á sig kílóum gegnum árin.
„Það var auðvelt að fá lyfseðilinn: Ég fullyrti að ég væri þyngri í netapótekinu (ég bætti við nokkrum kílóum til að tryggja að líkamsþyngdarstuðullinn minn væri innan offitumarkanna), sagðist nokkrum sentimetrum lægri en ég er og tók mynd af mér liggjandi sem sýndi mig ekki í aðlaðandi ljósi. Upphaflegi 2,5 mg skammturinn af Mounjaro kom nokkrum dögum síðar, sá fyrsti í mánaðarlegri áskrift minni.“
Þyngdartap sást strax á fyrsta mánuði og því hafði maður hans áhuga á að prófa líka. Næsti mánaðarskammtur var hækkaður í 5 mg.
„Í stað þess að borga fyrir tvo einstaka 2,5 mg skammta hugsuðum við með okkur að það væri töluvert ódýrara að deila einum 5 mg skammti heldur en að borga 190 pund hvor fyrir eina sprautu og hafa sömu áhrif. Við fengjum tvo á verði eins.“
Læknar vara alfarið við að deila lyfinu: „Málið hér er að þetta er lyf sem læknir ávísar út frá upplýsingum sem sjúklingur lætur í té. Mikilvæg atriði eins og fyrri sjúkrasaga, núverandi lyf, skammtaaðlögun og aukaverkanir eru byggð á þessum eina einstaklingi. Við viljum eindregið ráðleggja fólki að deila lyfseðlum eða lyfjum.“ Læknar hafa einnig varað við, að deila sprautu með öðrum, sem alltaf er áhættusamt vegna hættu á smitdreifingu.
„Þegar lyfseðillinn minn hækkaði í hverjum mánuði, úr 5 mg í 7,5 mg og síðan 10 mg, héldum við áfram að deila, hvor okkar fékk aðeins helminginn af ávísuðum skammti. Mounjaro-lyfið hafði tilætluð áhrif. Þyngdin hefur lækkað hjá báðum, ég hef misst 12 kíló (ég er 178 sm á hæð) og mittismálið er 91 cm í 76 cm á síðustu sex mánuðum; þyngdin og líkamsstærðin sem var alltaf ánægð með áður en ég varð miðaldra.“
Alexander Miras, klínískur prófessor í læknisfræði við Ulster-háskóla, segir: „Þyngdartap með öllum þessum lyfjum er háð skammtinum; því hærri sem skammturinn er, því meiri er þyngdartapið. Ef fólk minnkar skammtinn sem það tekur með því að deila honum með einhverjum öðrum er líklegt að það endurheimti eitthvað af þeirri þyngd sem það hefur misst með hærri skömmtum.“