fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Pressan

Fluttu saman á nýja heimilið og eiginmaðurinn gerði þetta við aukalykilinn – „Þetta er stjórnsemi“

Pressan
Sunnudaginn 31. ágúst 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frústreruð eiginkona taldi mann sinn hafa farið langt yfir strikið þegar hann ákvað að láta móður sína hafa aukalykilinn að nýja heimili hjónanna.

Eiginkonan leitaði ráða hjá Reddit-samfélaginu, sem allt veit og hefur ráð undir lyklaborði hverju, á spjallsvæðinu AmIOverreacitng (Brást ég of hart við?) Spurði konan hvort hún ætti rétt á því að vera pirruð yfir þessari háttsemi eiginmannsins eða hvort hún hefði brugðist of hart við.

Konan sagðist vera þrítug og sagði þau hjónin nýlega hafa flutt inn á nýja heimilið sitt. Áður en rætt var hvað ætti að gera við aukalykilinn að heimilinu, virðist sem eiginmaðurinn hafi ákveðið að láta móður sína hafa hann, án þess að ræða það fyrst við eiginkonuna.

„Mamma hans er indæl, en hún er mjög mikill þátttakandi. Hún er týpan sem endurskipuleggur eldhúsið okkar vegna þess að henni finnst það „betra þannig“,“ skrifaði eiginkonan. 

Segist hún hafa sagt eiginmanni sínum að henni liði ekki vel með að mamma hans gæti komið óboðin inn á heimilið með því að hleypa sjálfri sér inn. Segir hún að augljóslega skildi þessi mömmustrákur ekki hvað konan hans var að fara og kallaði hana „dramatíska“ og að hún væri að „ofgera viðbrögð sín og stjórna“.

Yfir 400 athugasemdir voru skrifaðar og flestir sammála eiginkonunni:

„Hann stjórnar með því að ákveða hver fær lykil án þess að ráðfæra sig við þig. Það er í raun það sama og að setti sig í hlutverk þess sem ræður. Þú getur sagt honum að þetta sé í lagi þegar um neyðartilfelli er að ræða. En ef þú kemur heim og kemst að því að hún hefur verið heima hjá ykkur án ástæðu og/eða hefur fært hluti eða breytt einhverju, þá skaltu skipta um cylender. Gerist þetta aftur, þarftu að taka ákvörðun um hvort þú viljir halda þessum manni,“ lagði einn til.

„… ég myndi pakka dótinu mínu og fara annað þangað til hann fær lykilinn til baka. Allt í lagi, þú vilt einhliða ákveða fyrir okkur bæði, frábært. Ég er að heiman. Maðurinn á ekki að lítilsvirða þig, beygja þig undir sínar skoðanir eða kalla þig freka fyrir að vilja að friðhelgi þín sé virt. Þetta verður restin af lífi þínu kona, ef þú leyfir þessu að halda áfram,“ benti annar álitsgjafi á.

„Ég myndi segja honum að móðir hans megi ekki nota lyklana nema í neyðartilvikum eða ef hún er sérstaklega beðin um að nota þá. Segðu honum að ef hún notar þá af einhverri annarri ástæðu missi hún lykilréttindin. Sama regla ætti að gilda fyrir alla sem eiga lykil,“ sagði sá þriðji.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

„Rassaþefarinn“ aftur í gæsluvarðhald

„Rassaþefarinn“ aftur í gæsluvarðhald
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Konur, hinsegin fólk og samkynhneigðir munu fljótlega átta sig á hvaðan hin raunverulega ógn gegn frelsi þeirra kemur“

„Konur, hinsegin fólk og samkynhneigðir munu fljótlega átta sig á hvaðan hin raunverulega ógn gegn frelsi þeirra kemur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gervigreindarforrit Elon Musk gaf notanda „nákvæmar“ leiðbeiningar um hvernig sé hægt að myrða Musk

Gervigreindarforrit Elon Musk gaf notanda „nákvæmar“ leiðbeiningar um hvernig sé hægt að myrða Musk
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ætla að gefa 200.000 flugmiða til að styrkja ferðamannaiðnaðinn í landinu

Ætla að gefa 200.000 flugmiða til að styrkja ferðamannaiðnaðinn í landinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Foreldrar litla drengsins ákærðir fyrir morð

Foreldrar litla drengsins ákærðir fyrir morð