fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. ágúst 2025 10:29

Stefán Blackburn kom fyrir dóm í gær. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil láta það koma fram að hann var enginn barnaperri. Ég stóð í þeirri meiningu að hann væri að fara að hitta konu, út af því elti ég bílinn, og ég ætlaði að grípa hann,“ sagði ekkja Hjörleifs Hauks Guðmundssonar í vitnaleiðslum í Gufunesmálinu í morgun.

Konan gaf vitni í Héraðsdómi Suðurlands og voru þeir þrír sakborningar sem sakaðir eru um að hafa banað Hjörleifi viðstaddir skýrslutökuna.

Vísir greinir frá. Ekkjan segir að Hjörleifur hafi verið órólegur kvöldið örlagaríka þegar hann var frelsissviptur og muninn á brott frá heimili sínu í Þorlákshöfn. Síminn hans var mikið að pípa, en einhvern tíma um kvöldið var hringt og þá heyrði hún Hjörleif segja: „Ég hélt þú ætlaðir að koma fyrr.“ – Hafi Hjörleifur verið mjög órólegur. „Það mátti ekki heyrast í bíl og þá var hann farinn að kíkja út.“

Síðan hringdi síminn aftur og Hjörleifur stökk út án þess að hún gæti gert nokkuð. Hún hafi fylgst með út um gluggann og séð að Hjörleifur væri kominn smá spöl frá húsinu en í sömu götu og þar farið upp í bíl.

„Ég fer út úr bílskúrnum, náði númerinu og lét stelpurnar hafa það, þær fundu út hver átti þetta númer. Við sáum að það var einhver kvenmaður sem átti þetta númer og ég ákvað að elta bílinn.“

Eins og komið hefur fram ákváðu sakborningarnir að bruna frá Þorlákshöfn er þeir urðu varir við eftirför bílsins. Rétt fyrir miðnætti fékk konan símtal þar sem Hjörleifur sagðist lentur í einhverjum perraskap og hann þyrfti að borga peninga. Síminn var síðan rifinn af honum og sakborningur krafði hana um PIN-númer eða peninga. Sagði hún að rætt hafi verið um þriggja milljóna króna lausnargjald.

Konan fór í mikið uppnám við símtalið: „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum.“ – Síðan barst annað símtal:

„Haukur var látinn segja eitthvað fyrst, ég man ekki hvað það var. Svo var ég bara beðin um að gefa upp PIN-númerið. Ég sagðist ekki vita það. „Þú veist það víst,“ var svarið. Ég bað um fimm mínútur. Ég veit ekki af hverju, ég ætlaði að redda einhverju og láta lögregluna vita. „Nei“ var svarið og svo var skellt á.“

Sjá einnig: Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans