fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Aldrei snerta þetta á hótelherberginu – Fyrrverandi hótelþerna lætur allt flakka

Fókus
Þriðjudaginn 26. ágúst 2025 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi hótelþerna sviptir hulunni af starfinu og segir að það sé sumt sem er aldrei þrifið á hótelherbergjum.

Samantha Campbell var gestur í ástralska morgunþættinum Sunrise á 7 Plus.

Hún sagði að þegar hún fer á hótel þá liggur hún aldrei eða situr með skrautpúðana.

Það eru oft skrautpúðar á rúmum eða sófum. Mynd/Pexels

„Hugsaðu um það. Skrautpúðar, ég hef aldrei þvegið þá, allavega mjög sjaldan. Oftast er ekki hægt að taka koddaverið af og ef það er þvegið þá er líklegt að það eyðileggst,“ sagði hún

Hún útskýrði af hverju hún snertir ekki skrautpúðana þegar hún er sjálf að gista á hóteli. Hún sagði fólk skilja eftir sig milljónir húðfrumna og oft munnvatn líka þegar það notar púðana, sem eru líklegast aldrei þvegnir. Það sé því best að forðast þá alveg.

Ekki snerta fjarstýringuna

Samantha segir að hótelþernur fá aðeins hálftíma í hverju herbergi til að þrífa baðherbergið, skipta um á rúminu, þrífa herbergið sjálft, þannig það gefst ekki nægur tími til að þrífa allt.

Hún mælir því með að sótthreinsa alltaf fjarstýringuna og ljósrofana um leið og þú mætir.

Samantha gefur fleiri ráð hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ný plata með Laufeyju komin út

Ný plata með Laufeyju komin út