Samantha Campbell var gestur í ástralska morgunþættinum Sunrise á 7 Plus.
Hún sagði að þegar hún fer á hótel þá liggur hún aldrei eða situr með skrautpúðana.
„Hugsaðu um það. Skrautpúðar, ég hef aldrei þvegið þá, allavega mjög sjaldan. Oftast er ekki hægt að taka koddaverið af og ef það er þvegið þá er líklegt að það eyðileggst,“ sagði hún
Hún útskýrði af hverju hún snertir ekki skrautpúðana þegar hún er sjálf að gista á hóteli. Hún sagði fólk skilja eftir sig milljónir húðfrumna og oft munnvatn líka þegar það notar púðana, sem eru líklegast aldrei þvegnir. Það sé því best að forðast þá alveg.
Samantha segir að hótelþernur fá aðeins hálftíma í hverju herbergi til að þrífa baðherbergið, skipta um á rúminu, þrífa herbergið sjálft, þannig það gefst ekki nægur tími til að þrífa allt.
Hún mælir því með að sótthreinsa alltaf fjarstýringuna og ljósrofana um leið og þú mætir.
Samantha gefur fleiri ráð hér að neðan.