Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt? Að þessu sinni bandaríska stórstjörnu. Fyrirtækið Icelandic Water Holdings, félag utan um vatnsframleiðslu undir merkjum Icelandic Glacial, fékk slíka í lið til að auglýsa vatnið nýlega.
Julianne Alexandra Hough, eða Jules, er dansari, söng- og leikkona, og sjónvarpsstjarna eftir þáttöku sína í Dancing With The Stars. Hún tók þátt sem atvinnudansari árin 2007-2009 og vann tvisvar. Hún sneri síðan aftur sem dómari í þáttunum árið 2011-2017. Hough fékk þrjár tilnefningar til Emmy-verðlauna fyrir þættina og vann árið 2015 ásamt bróður sínum Derek.
Í auglýsingunni fyrir íslenska vatnið endurgerir Hough dans kvikmyndarinnar Flashdance frá níunda áratugnum.
„Hvað eiga Icelandic Glacial og Flashdance sameiginlegt? Bæði einstök og algjörlega goðsagnakennd.. legghlífar seldar sér!“
View this post on Instagram
View this post on Instagram