fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fókus

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 25. ágúst 2025 15:30

Ragga Nagli blandar sér inn í umræðuna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, tjáir sig um raunveruleikaþættina The Biggest Loser, sem voru í loftinu frá 2004 til 2016. Ný heimildaþáttaröð –  Fit for TV: The Reality of the Biggest Loser – fór í loftið á Netflix fyrir skemmstu og hefur vakið mikla athygli.

Ragnhildur útskýrir málið í nýjum pistli á Facebook, en pistlar hennar um heilsu á mannamáli hafa notið mikilla vinsælda um árabil. Hún er sálfræðingur með áherslu á heilsusálfræði og lærður einkaþjálfari.

„Tilgangurinn með þáttunum samkvæmt höfundum var að bæta heilsuna hjá fólki í yfirþyngd með að hjálpa þeim að grennast. En í raun var þetta bara afþreyingarefni fyrir pöpulinn þar sem fólk í yfirþyngd var niðurlægt, ofbeldað og smánað eins og sirkusdýr, látin bera brauð í munninum og sett inn jarðskjálftahljóð þegar þau hlupu,“ segir Ragnhildur.

Sjá einnig: Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti

„5-6 kg þyngdartap á viku fékk standandi lófaklapp eins og handhafa Óskarsverðlaunanna. Að missa meira en 0.5-1 kg á viku þýðir missir á vöðvamassa sem lækkar grunnbrennsluna, en slíkum tölum var mætt með hneykslan og hnussi.“

Ragga segir að það sé stórhættulegt þegar fókusinn er einungis á þyngdartap en ekki fitutap.

„Sem var raunin hjá mörgum fyrir lokavigtunina í örvæntingu að vinna aurin,“ segir hún og tekur nokkur dæmi, eins og að keppendur vatnslosuðu með að vefja sér í plastpoka heilu dagana, hjóla á þrekhjóli í sánu eða drukku bara vatn með cayenne pipari og sítrónu.

„Einn keppandi sagðist hafa pissað blóði fyrir lokavigtunina. En þetta er auðvitað þáttur sem á að bæta heilsuna. Það þýðir að líffærin eru að skella í lás.

Annar keppandi fékk Rhabdomyalisis og fór í hjartastopp. En við erum að bæta heilsuna muniði…..

Enn annar braut fótlegg við hoppæfingar sem engin óþjálfuð manneskja ætti að stunda.

Margir fyrrum þátttakendur hafa glímt við andlega erfiðleika í mörg ár eftir sýningu þáttanna, ofát, átraskanir, þunglyndi, áfallastreitu. Margir skildu við maka sína, ótímabær dauðsföll, langvarandi meiðsli, og heilsufarsvandamál.

En hey… við erum að bæta heilsuna.“

Ragga fer yfir nokkur atriði sem henni þykir þættirnir hafi gert vitlaust og leiðréttir í pistlinum, sem má lesa í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hvar er draumurinn? – Lög Sálarinnar á leiðinni á hvíta tjaldið

Hvar er draumurinn? – Lög Sálarinnar á leiðinni á hvíta tjaldið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Opinberaði kyn fjórða barns síns – Þakkaði staðgöngumóðurinni fyrir í sjaldgæfu viðtali um fjölskyldulífið

Opinberaði kyn fjórða barns síns – Þakkaði staðgöngumóðurinni fyrir í sjaldgæfu viðtali um fjölskyldulífið