Parið trúlofaðist í apríl en Sunneva deildi nýverið áður óséðu myndbandi sem hún tók umræddan dag. Í því útskýrir hún hvernig hegðun Benedikts, eða Bensa eins og Sunneva kallar hann, hafi gefið í skyn að eitthvað væri í vændum.
„Ég veit ekki hvort ég sé gjörsamlega búin að missa vitið en ég held að ég gæti verið að fá hring í kvöld. Bensi er búinn að vera svo ótrúlega sus, glottandi í allan dag,“ sagði Sunneva.
„Kannski er ég bara out of my mind. En ég veit það ekki. Hann er búinn að segja: „15.04, það er svolítið falleg dagsetning er það ekki?“ Svo er hann búinn að segja „þetta er the trip“ og „þetta er the day“ í dag. Þetta er allavega outfittið mitt, sjáum hvað gerist.“
Sunneva hafði rétt fyrir sér, en Benedikt fór um kvöldið á skeljarnar og hún sagði já.
Fókus óskar parinu innilega til hamingju með ástina.
@sunnevaeinarsdraft frá 15.04.25 🤭💍🤍 6 ár saman í dag & 4 mánuðir trúlofuð 🤍