fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Pressan

Tannkrem gert úr hári þykir byltingarkennt

Pressan
Sunnudaginn 31. ágúst 2025 15:30

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tannkrem, sem er búið til úr hári, er að sögn byltingarkennt því það getur gert við tannskemmdir á byrjunarstigi.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við King´s College London skólann að sögn Sky News. Þeir komust að því að keratín, sem er prótín í hári, húð og ull, getur unnið gegn tannskemmdum.

„Við teljum þetta vera byltingarkennt,“ sagði Dr. Sherif Elsharkawy, einn vísindamannanna, í samtali við Sky News.  Hann sagði að tannkremið geti lagað smávægilegar sprungur eða galla og það án þess að fólk taki eftir því.

Skemmdir á glerungi koma oft við sögu þegar skemmdir verða á tönnum. Hann endurnýjast ekki þegar hann eyðist. Þegar keratín blandast við steinefnin í munnvatninu, myndast himna sem veitir tönnunum vernd, uppbygging hennar og virkni líkist náttúrulegum glerungi.

Flúortannkrem og flúor, sem er bætt í drykkjarvatn, gegna því hlutverki að hægja á glerungseyðingu en meðferð, sem byggist á keratíni, stöðvar glerungseyðinguna algjörlega.

Sara Gamea, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að keratín bjóði upp á nýja nálgun við tannviðgerðir.

Það verður hægt að veita meðferðina með tannkremi eða geli, sem fagfólk ber á tennurnar, í verstu tilfellunum.

Vísindamennirnir segja að hægt verði að hefja notkun efnisins á næstu tveimur til þremur árum.

Vísindamennirnir notuðu ull í rannsókninni en telja að í framtíðinni muni fólk hugsanlega safna eigin hári sem keratín verði síðan unnið úr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Bjargaðu mér úr þessu helvíti og ég skal segja frá öllu“

„Bjargaðu mér úr þessu helvíti og ég skal segja frá öllu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerðu ógeðfellda tilraun til að fá bætur frá skyndibitastað

Gerðu ógeðfellda tilraun til að fá bætur frá skyndibitastað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún horfði á andlit nýfædda drengsins og sá að eitthvað var að – Níu mánuðum síðar kom sannleikurinn í ljós

Hún horfði á andlit nýfædda drengsins og sá að eitthvað var að – Níu mánuðum síðar kom sannleikurinn í ljós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heyrði tónlist sem enginn annar heyrði – Læknum brá mjög þegar þeir fundu orsökina

Heyrði tónlist sem enginn annar heyrði – Læknum brá mjög þegar þeir fundu orsökina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari tilkynnti sig veika – Fékk full laun í 16 ár

Kennari tilkynnti sig veika – Fékk full laun í 16 ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skar húðflúrið af líki eiginmannsins og rammaði inn

Skar húðflúrið af líki eiginmannsins og rammaði inn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað