Sonur hans, Fyjiyuki Shindo, var síðan handtekinn á miðvikudaginn, grunaður um að hafa orðið föður sínum að bana. Japan Times segir að við krufningu hafi komið í ljós að áverkar á líkinu voru eftir hnífsstungur en ekki árás bjarndýrs.
Lögreglan hafði áður varað íbúa á svæðinu við bjarndýri og hvatt þá til að sýna árvekni. Sú viðvörun hefur nú verið afturkölluð.
The Independent segir að lögreglan hafi lagt hald á fjölda hnífa á heimilinu og verið sé að rannsaka hvort einhver þeirra hafi verið notaður við morðið.