fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Pressan

Sagði að bjarndýr hefði orðið föður sínum að bana – Ótrúlegar vendingar í málinu

Pressan
Mánudaginn 25. ágúst 2025 07:30

Svartbjörn í sínu náttúrulega umhverfi. Mynd/Florida Fish and Wildlife Conservation Commission

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudag í síðustu viku fannst Fujiyoshi Shindo, 91 árs, látinn á heimili sínu í Akita í Japan. Eiginkona hans kom að honum látnum í svefnherbergi á fyrstu hæð heimilis þeirra. Talið var að bjarndýr hefði orðið honum að bana.

Sonur hans, Fyjiyuki Shindo, var síðan handtekinn á miðvikudaginn, grunaður um að hafa orðið föður sínum að bana. Japan Times segir að við krufningu hafi komið í ljós að áverkar á líkinu voru eftir hnífsstungur en ekki árás bjarndýrs.

Lögreglan hafði áður varað íbúa á svæðinu við bjarndýri og hvatt þá til að sýna árvekni. Sú viðvörun hefur nú verið afturkölluð.

The Independent segir að lögreglan hafi lagt hald á fjölda hnífa á heimilinu og verið sé að rannsaka hvort einhver þeirra hafi verið notaður við morðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta áttu að forðast að panta og borða á veitingastað að sögn veitingastaðareiganda

Þetta áttu að forðast að panta og borða á veitingastað að sögn veitingastaðareiganda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kalla 60.000 varaliðshermanna til starfa í tengslum við nýja sókn á Gasa

Kalla 60.000 varaliðshermanna til starfa í tengslum við nýja sókn á Gasa
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ríkisrekin ritskoðun“ – Mörg hundruð bækur fjarlægðar úr skólum

„Ríkisrekin ritskoðun“ – Mörg hundruð bækur fjarlægðar úr skólum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún var myrt árið 1982 – Í gær var morðingi hennar tekinn af lífi

Hún var myrt árið 1982 – Í gær var morðingi hennar tekinn af lífi