fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Pressan

Fundu fjögur lík í Signu – Einn handtekinn vegna málsins

Pressan
Mánudaginn 25. ágúst 2025 06:30

Frá París.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn er í haldi lögreglunnar í París eftir að fjögur lík fundust í ánni Signu. Það var á miðvikudaginn sem vegfarandi tilkynnti um lík á floti nærri Choisy brúnni. Viðbragðsaðilar fundu síðan þrjú lík til viðbótar þegar þeir skoðuðu svæðið betur.

The Independent skýrir frá þessu og segir að miðað við lýsingu sjónarvottar hafi fyrsta líkið, sem fannst, virst „frekar vel farið“ en það bendir til að það hafi ekki legið lengi í vatninu. Það reyndist vera af karlmanni á fertugsaldri.

Hin þrjú líkin eru sögð hafa verið mun verr farin og hafi verið farin að rotna mikið. Þau eru öll af fullorðnum karlmönnum en enn á eftir að bera kennsl á þau sem og að skera úr um hvað varð mönnunum að bana.

Tvö líkanna báru greinileg merki þess að ofbeldi hefði verið beitt og því hóf lögreglan strax morðrannsókn.

24 ára karlmaður var handtekinn á miðvikudaginn. Lögreglan hefur ekki skýrt frá hvort hann sé grunaður um aðild á öllum morðunum eða hluta þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta áttu að forðast að panta og borða á veitingastað að sögn veitingastaðareiganda

Þetta áttu að forðast að panta og borða á veitingastað að sögn veitingastaðareiganda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kalla 60.000 varaliðshermanna til starfa í tengslum við nýja sókn á Gasa

Kalla 60.000 varaliðshermanna til starfa í tengslum við nýja sókn á Gasa
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ríkisrekin ritskoðun“ – Mörg hundruð bækur fjarlægðar úr skólum

„Ríkisrekin ritskoðun“ – Mörg hundruð bækur fjarlægðar úr skólum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var myrt árið 1982 – Í gær var morðingi hennar tekinn af lífi

Hún var myrt árið 1982 – Í gær var morðingi hennar tekinn af lífi