fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. ágúst 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dýrasta íþróttamynd sögunnar var slegin á uppboði um helgina og var kaupverðið rétt rúmlega 13 milljónir dollara, eða um 1,6 milljarða íslenskra króna.

Myndin, sem framleidd var af Upper Deck-fyrirtækinu fyrir tímabilið 2007-2008, er af tveimur bestu körfuboltahetjum sögunnar, Michael Jordan og Kobe Bryant heitnum, ásamt áritunum þeirra sem og bútum úr búningum sem þeir spiluðu í. Þykir það sérstaklega eftirsóknarvert að treyjubútarnir eru af lógói NBA-deildarinnar.

Um er að ræða einu myndina sem árituð er af bæði Jordan og Bryant og þess vegna var eftirspurnin eftir henni gríðarleg.  Áætlað söluverð var um 6 milljónir dollara fyrir uppboðið en sú upphæð rúmlega tvöfaldaðist.

Fyrir söluna um helgina átti mynd af hafnaboltakappanum Mickey Mantle frá árinu 1952 metið. Sú mynd seldist á uppboði árið 2022 fyrir 12,6 milljónir dollara.

Mickey Mantle var velt af sessi

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“