Málið vakti heimsathygli á sínum tíma og var þetta í fyrsta sinn sem einhver var dæmdur fyrir slíkan glæp í Þýskalandi.
Bernd Jürgen Brandes, verkfræðingur, svaraði auglýsingu Meiwes og samþykkti að hitta hann.
Meiwes myrti hann ekki strax, heldur skar fyrst af honum getnaðarliminn, steikti hann á pönnu og borðuðu þeir hann sama. Meiwes sagði að hann hafi notað of háan hita og máltíðin því brunnið við.
Síðan myrti hann Brandes og skar hann í búta og pakkaði leifunum saman í frystikistunni. Meiwes tók ódæðið upp á myndband.
Eftir morðið setti Meiwes aðra auglýsingu á sama spjallborð og hann kynntist Brandes. Þar lýsti hann „upplifuninni“ og sagðist leita að fleiri sjálfboðaliðum.
Netverji sá færsluna og tilkynnti málið til lögreglu í desember 2002, rúmlega ári eftir að Brandes var myrtur.
Lögreglan fann mannakjöt í frystikistu heima hjá Meiwes og myndbandið sem sýndi morðið og mannátið.
Meiwes var fyrst dæmdur í átta og hálft ár í fangelsi. Hann áfrýjaði og var málið tekið aftur upp og var hann þá dæmdur í lífstíðarfangelsi.