Það verður fjölmennt í miðbænum allan daginn á morgun. Fyrri hluta dags munu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu fjölmenna borgina og svo tekur við dagskrá Menningarnætur.
Það er spáð smá úrkommu snemma um morguninn en það verður búið að stytta upp fyrir klukkan níu. Það verður um 12 stiga hiti og vindraði verður um 5 metrar á sekúndu til hádegis. Síðan hækkar aðeins hitinn, en vindhraðinn einnig. Um sex leytið verður um 13 stiga hiti og 10 metrar á sekúndu. Vindhraðinn lækkar með kvöldinu.
Það er ráðlagt að klæða sig eftir veðri.