fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. ágúst 2025 12:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í dag fram á gæsluvarðhald yfir konu sem talin er tengjast stuldi á hraðbanka Íslandsbanka í Mosfellsbæ á aðfaranótt þriðjudags. RÚV greinir frá.

Stolin grafa var notuð til að rífa burtu hraðbankann í heilu lagi og fara með hann á brott. Í bankanum voru 20 milljónir króna í reiðufé.

Í gær felldi Landsréttur úr gildi gæsluvarðhald yfir manni sem lögregla grunar um hlutdeild í málinu. Lögregla tjáir sig ekki um framgang rannsóknarinnar en í frétt RÚV segir:

„Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að kona sem talin er tengjast málinu hafi verið handtekin og að lögregla hafi farið fram á gæsluvarðhald yfir henni í hádeginu. Dómurinn hefur ekki kveðið upp úrskurð. Tveir til viðbótar hafa verið handteknir í vikunni en báðum verið sleppt úr haldi, öðrum þeirra á miðvikudag og hinum í gær.“

Uppfært kl. 13:37

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu um málið þar sem greinir frá gæsluvarðhaldi yfir konunni sem var handtekin:

„Kona á fertugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðuð í gæsluvarðhald til nk. þriðjudags, 26. ágúst, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á þjófnaði á hraðbanka í Mosfellsbæ aðfaranótt 19. ágúst.

Rannsókn lögreglunnar er í fullum gangi, en frekari upplýsingar um málið verða ekki veittar að svo stöddu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“